Aftur á bak og enn laust hjá Robba

Skráning á námskeiðið „Aftur á bak“ undir stjórn Oddrúnar Sigurðardóttur er nú hafin og ríður á að bregðast skjótt við. Kennsla hefst næstkomandi þriðjudag.

Eins minnum við á að fresturinn til að skrá sig í næstu umferð hjá Robba rennur út á mánudaginn. Enn eru laus pláss.

 

Aftur á bak
Rólegt og uppbyggjandi námskeið fyrir fólk sem er að byrja í hestamennsku eða hefur aldrei farið á námskeið. Einnig fyrir þá sem hafa jafnvel orðið hvekktir en vilja komast í hnakkinn aftur eða þá sem skortir kjark og ná þess vegna ekki þeim árangri sem þeir stefna að.
Námskeiðið verður á þriðjudögum milli kl. 17 og 18.
Fyrsti tíminn er næstkomandi þriðjudag, 11. mars.
Kennt í 5 skipti.
Kennari verður Oddrún Ýr Sigurðardóttir.
Verð: 12.000 kr.


Paratímar / einkatímar / gangsetning tryppa / framhald í tamningu

Námskeið sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.

Hún stóð upp úr hjólastólnum - Anna Rebecca heldur fyrirlestur í Harðarbóli

Stóð upp úr hjólastjólnum

Anna Rebecca heldur fyrirlestur um framkomu við fatlaða einstaklinga í Harðarbóli í Mosfellsbæ fimmtudaginn 13.mars kl. 19.30

Okkar frábæri félagi Anna Rebecca sem lenti í hestaslysi fyrir einu og hálfu ári síðan ætlar að halda fyrirlestur um mismunandi framkomu fólks við fatlaða og ófatlaða. Hún hefur upplifað mjög margt í sínu bataferli og ætlar að fræða okkur um það hvernig hún upplifði það, hvernig framkoma fólks breyttist við það að hún var allt í einu komin í hjólastól.

Við hvetum alla til að mæta og hlusta á frábæra unga konu segja frá sinni reynslu.

Við ætlum að bjóða uppá salat og brauð sem hægt verður að kaupa á 500 kr.

anna rebecca

 

 

 

Námskeið æskulýðsnefndar seinni hluti

Námskeið æskulýðsnefndar – seinni hluti/framhald. Hefjast miðjan mars

 

Almennt reiðnámskeið 11-14 ára

Sjálfstætt framhald af því námskeiði sem er að ljúka.

- Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest - Stjórnun og áseta - Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær - Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið - Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming o.s.frv.) - Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki

Kennari Malin Jansson. Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum

Verð: 8.000 kr

Almennt reiðnámskeið 8.-10.ára

Sjálfstætt framhald af því námskeiði sem er að ljúka.

- Áseta og stjórnun - Ásetuæfingar - Skil á gangtegundum - Reiðleiðir og umferðarreglur - Gaman Sjá nánar á heimasíðu Harðar

Kennari Line Norgaard. Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum.

Verð: 8.000 kr

Frítt pollanámskeið – teymdir

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið fyrir krakka. Foreldrar teyma undir börnunum.

Kennari Súsanna Sand Ólafsdóttir. Kennt einu sinni í viku á sunnudögum kl. 16:00. Hefst sunnudaginn 16. mars og er í 5 skipti.

Skráning: senda póst á Heidi Andersen This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 822-4996

Frítt pollanámskeið – ekki teymdir

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið fyrir krakka. Börnin ríða sjálf, en foreldrar þurfa að vera á staðnum til aðstoðar. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari Súsanna Sand Ólafsdóttir. Kennt einu sinni í viku á sunnudögum kl. 17:00. Hefst sunnudaginn 16. mars og er í 5 skipti.

Skráning: senda póst á Heidi Andersen This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 822-4996

Fjörnámskeið/TREK námskeið

Skráning auglýst á næstu dögum, en námskeiðin hefjast upp úr miðjum mars.

Skráningar á almennu reiðnámskeiðin skulu eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Velja námskeið - Velja hestamannafélag (Hörður) – Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.isog sækja um aðild) – Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur) – Setja í körfu

Ganga frá greiðslu (ef nota skal frístundaávísun, skal fara inná Íbúagátt síns sveitarfélags og ráðstafa til Hestamannafélagsins Harðar) – Fylla inn upplýsingar um greiðanda (ef frístundaávísun, skal setja í athugasemdir, reikningsnúmer sem má millifæra á) – Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.  Ef frístundaávísun er send til félagsins, mun félagið endurgreiða viðkomandi þegar greiðsla berst frá sveitarfélaginu.

Aðstoð við skráning á námskeiðin er hjá Heidi  í síma 822-4996 og netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá viðkomandi kennara.

Fjöldi hesta/manna í reiðhöllinni

Vegna veðurfars undanfarinna vikna hefur verið mikil umferð manna og hesta í reiðhöllina hjá okkur í Herði og viljum við biðja fólk um að takamarka fjöldann í höllinni við 6 manns/hesta, þegar höllin er 1/2 (þá er verið að kenna í vestari enda hallarinnar). Þetta er gert til að forðast slys á mönnum/hestum.  Fólk þarf kannski að bíða í nokkrar mínútur og getur fengið sér kaffi á meðan í Gummabúð.

Önnur umferð hjá Robba og Rúnu

Nú fer að hefjast önnur umferð námskeiða hjá Robba og Rúnu og því auglýsum við laus pláss í kennslu hjá báðum kennurum. Námskeiðin hjá Rúnu hefjast í næstu viku þannig að nú ríður á að viðhafa snör handtök. Kennslan hjá Robba byrjar svo í annarri viku í mars.


Reiðnámskeið með Rúnu Einarsdóttur

Námskeið sérsniðin að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 5 skipti á miðvikudögum.
Kennsla hefst 5. mars nk.
Kennari verður Rúna Einarsdóttir.
Verð: 22.500 kr.


Paratímar / einkatímar hjá Róberti Pedersen

Námskeið sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.


Gangsetning tryppa / framhald í tamningu

Námskeiðið er fyrir tryppi sem lokið hafa frumtamningu og eru komin á stig gangsetningar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.


Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

 

Bikarmót Harðar - Fjórgangur

Þá er komið að öðru mótinu í mótaröð Harðar og er nú keppt í fjórgangi.
Mótið verður haldið föstudaginn 28.febrúar næstkomandi og hefst kl.18. Mótið er öllum opið!
Bikarmót Harðar er liður í LH-móti.
Efstu knapar vinna sér rétt til að keppa fyrir hönd Harðar í lokakeppni sem haldin verður 3-4. Apríl.
Knapi er ekki skyldugur til að koma með sama hest í lokakeppnina.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Unglingaflokkur - V2
Ungmennaflokkur - V2
Opinn flokkur:
- V1
- V2

Skráningargjald er 2000 kr
Skráning fer fram á Sportfeng og er hafin en henni lýkur fimmtudaginn 29.feb kl:20
Tengill á Sportfeng: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Reiðjakkar Harðar

Ef einhver á Harðarreiðjakka (grænn jakki) sem viðkomandi er hættur að nota og vill selja, er hægt að hafa samband í síma 8616691 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við munum hafa samband. Tölvert er spurt um þessa jakka.

Senn líður að Landsmóti og þess vegna þurfum við Harðarfélagar að huga að félagsbúningi okkar.  Ætlunin er að láta sauma grænu Harðarjakkana aftur eins og gert var fyrir nokkrum árum.  Þeir sem vilja fá þannig jakka, hafi samband í síma 8616691 eða með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.