|
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 08 2014 19:58
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir

Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 07 2014 14:56
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður vill þakka öllum þeim Harðarfélögum sem gerðu félaginu kleift að taka þátt í Hestadögum á Höfuðborgarsvæðinu. Við áttum frábæra fulltrúa á öllum uppákomum sem haldnar voru s.s skrúðreið frá Sólfarinu að Hörpunni, opið hús þar sem við gáfum kjötsúpu og teymt var undir krökkum, skrúðreið um miðbæ RVK, Ístöltið og Hestadagarnir enduðu á Æskan og Hesturinn en þar áttum við knapa mörgum atriðum. VIð erum ákaflega stolt af okkar fólki.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 07 2014 14:31
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Föstudaginn 4.apríl var mér sem formanni Harðar boðið í rútuferð með Reiðveganefndum í Kjalarnesi hinu forna til að skoða reiðvegi og reiðvegaefni. Þetta var mjög ángæjuleg ferð og gaman að sjá eldmóðinn sem býr í því fólki sem er að vinna í þessum málaflokki. Mjög fróðlegt er að sjá allar þær tengingar sem orðnar eru á reiðvegum milli hestamannafélaganna á þessu svæði og hvernig þetta er hugsað í framtíðinni. Mig langar að þakka kærlega fyrir þessa frábæru ferð og ég er margs vísari um reiðvegi, reiðleiðir, reiðvegaefni og fl.
Hér fyrir neðan er samantekt á þessari ferð og einnig nokkrar myndir sem Halldór Halldórsson Sprettari tók saman.
Á fundi Reiðveganefndar í Kjalarnesþingi hinu forna þann 20. mars sl.var ákveðið að efna til fræðsluferðar í umdæmi nefndarinnar. Var þeim Ara Sigurðssyni Sóta og Jóhannesi Oddssyni Herði falið að annast undirbúning ferðarinnar. 4. apríl varð fyrir valinu, var miðað við að allt að fimm manns mættu frá hverju félagi.

Blandað reiðstígaefni skoðað í Vatnsskarðsnámu.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 04 2014 20:55
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Skrúðreið um miðbæ Reykjavíkur er á morgun. Lagt verður af stað frá Vatnsmýrarvegi (lengra en BSÍ og Tanngarður), skilti vísar veginn. Mæting er kl.12.00 og lagt verður af stað kl.13.00. Fataþema er lopapeysa eða félagsbúningur. Hlökkum til að sjá sem flesta.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 04 2014 08:15
-
Skrifað af Gígja Magnúsdóttir
Stefnan sett á 3 í einkunn
Eins og flestum mun kunnugt eru beitarhólf sem félagið leigir út til félagsmanna tekin út í lok beitartímans 10. September ár hvert af utanaðkomandi hlutlausum aðila. Í bréfi frá þessum aðila sem er starfsmaður Landgræðslu ríkisins segir m.a.: „Farið var að hverju beitarhólfi og ástand þeirra metið út frá ástandsskala sem kemur fram í bæklingnum „Hrossahagar, aðferð til að meta ástand lands" sem gefinn var út árið 1997 af Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins. Samkvæmt þeirri einkunnagjöf er land sem fær einkunnina 0 eða 1 í besta ástandi og engra sérstakra aðgerða þörf, á meðan land sem fær einkunnina 5, í versta ástandi og með öllu óhæft til beitar". Þessi skali er sértaklega gerður miðað við úthagabeit í stærri girðingum eins og tíðkast til sveita. Strax eftir að farið var að nota hann við úttekt hjá félaginu var hann lagaður og staðfærður að reiðhestabeit í þrengri hólfum. Sýnt þótti að hann hentaði ekki alveg að þeim aðstæðum og notkun sem hér var viðhöfð. Viðmiðunarmarkið við hæfilegri beitarnýtingu í lok tímabils var því ákveðið einkunn 3. Útkoman á þeim tíma sem hestamannafélagið hefur staðið fyrir útleigu hólfa hefur alla tíð verið í því sem kalla má viðunandi horfi að því leiti að langflest hólfin hafa verið í einkunn 3 en ekki þó alveg öll. Undantekningar hafa þó aldrei farið yfir fimm en það sem kannski verra er að í langflestum tilvika hefur verið um að ræða mikið til sömu hólfin. Í nánast öllum tilvika hefur verið um að ræða mistök í beitarstjórnun þannig að stykkin hafa verið ofbitin að hluta til en að hinum hlutanum í góðu eða skárra ástandi. Góð beitarstjórnun snýst um fjölda hross og tímalengd. Því fleiri hross, því styttri ending beitar. Þá þarf einnig að huga vel að beitarfyrirkomulagi síðustu þrjár til fjórar vikurnar til að tryggja að hólfin verði í ásættanlegu ástandi við úttekt þann 10. September ár hvert. Nú hefur beitarnefnd ákveðið í góðu samráði við bæjaryfirvöld og að tilmælum fulltrúa Landgræðslunnar að stefna að því að öll hólfin verði í einkunn 3 eða ofar á þessu ári. Til að tryggja að þessum áfanga verði náð mun nefndin í samvinnu við dýraeftirlitsmann Mosfellsbæjar fylgjast betur með framvindu mála, sérstaklega þegar kemur fram yfir mitt sumar og leiðbeina fólki um hvenær þarf að fjarlægja hross eða fækka svo hólfin nái að jafna sig hafi verið mikið beitt fyrri hluta tímabilsins. Einnig mun nefndin birta hér á heimasíðunni fróðleikskorn sem að gagni geta komið við beitarstjórn. Sem sagt kjörorð sumarsins verður því „Allir í einkunn 3".
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 04 2014 20:52
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Og þá er tímabært að huga að umsóknum um beit. En eins og verið hefur á annan áratug býður félagið upp á beitarhólf til leigu til skuldlausra félagsmanna.
Umsóknarlinkur er hér á heimasíðunni.
Stefnt er að því að ganga frá umsóknum og útleigu fyrir 25. apríl n.k. en gera má ráð fyrir að lengri tíma taki að finna beit fyrir (vonandi sem flesta) þá er ekki hafa áður hlotið beit hjá félaginu.
Ljóst er að heldur muni rýrna það svæði sem félagið hefur haft úr að spila vegna vegaframkvæmda við Tunguveg. Hinsvegar er reynt að finna ný svæði sem nýta megi til beitar og eru ábendingar í þeim efnum vel þegnar.
Stefnt er að því að allir sem leigja beit skrifi undir sérstakan samning áður en hrossum er sleppt í hólfin. Þar er gerð grein fyrir öllum þeim skilyrðum sem sett eru varðandi beitinaaf hálfu félagsins og Mosfellsbæjar.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 02 2014 07:43
-
Skrifað af Gígja Magnúsdóttir
Og þá er tímabært að huga að umsóknum um beit. En eins og verið hefur á annan áratug býður félagið upp á beitarhólf til leigu til skuldlausra félagsmanna.
Umsóknarlinkur er hér á heimasíðunni.
Stefnt er að því að ganga frá umsóknum og útleigu fyrir 25. apríl n.k. en gera má ráð fyrir að lengri tíma taki að finna beit fyrir (vonandi sem flesta) þá er ekki hafa áður hlotið beit hjá félaginu.
Ljóst er að heldur muni rýrna það svæði sem félagið hefur haft úr að spila vegna vegaframkvæmda við Tunguveg. Hinsvegar er reynt að finna ný svæði sem nýta megi til beitar og eru ábendingar í þeim efnum vel þegnar.
Stefnt er að því að allir sem leigja beit skrifi undir sérstakan samning áður en hrossum er sleppt í hólfin. Þar er gerð grein fyrir öllum þeim skilyrðum sem sett eru varðandi beitinaaf hálfu félagsins og Mosfellsbæjar.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 04 2014 09:50
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestadagar voru settir við hátíðlega athöfn við Hörpuna í gær. Skrúðreið fór frá Sólfarinu að Hörpunni. Þar voru fulltrúar frá öllum hestamannafélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar Harðar voru Anthon Hugi og Súsanna Katarína. Við lánuðum Sóta einn fánabera og var það Hrönn Kjartans. Hinrik Ragnar var með íslenska fánann. Þannig að Hörður átti 4 fulltrúa í þessari reið. Eftir reiðina var sýningin Hestaat frumsýnd og er það aljgörlega frábær sýning sem hægt er að mæla með. Allir Harðarfulltrúar fóru síðan á sýninguna.

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 01 2014 23:03
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Olil Amble verður með sýnikennslu í Hestamannafélaginu Herði næstkomandi miðvikudag, 2.apríl. Olil og aðstoðarfólk hennar mun fara yfir ýmsa þætti sem snúa að þjálfun, svo sem vinnu í hendi, hringteymingar og notkun hinna ýmissa stangaméla. Þetta er sýnikennsla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara enda hefur Olil Amble áratuga reynslu af þjálfun og tamningu hesta. Árangur Olil á keppnisbrautinni þarf vart að kynna fyrir fólki en nýverið sigraði Olil gæðingafimi meistaradeildarinnar með met einkunn. Hittumst hress og kát og lærum af þessum meistara.
Sýnikennslan fer fram í reiðhöllinni og hefst kl. 19:00. Miðaverð er 1500 kr. og frítt fyrir börn 13 ára og yngri.
|