Unglingar/Ungmenni í Herði (fædd 1993-2000)

Okkur langar að biðja ykkur að aðstoða okkur við að skipuleggja hestasýninguna HESTAFJÖR sem verður föstudaginn 21. mars. Við ætlum að hittast í Harðarbóli kl. 18:30 þriðjudaginn 11. mars, fá okkur pizzu og skipuleggja flotta sýningu. 
Þar sem þetta verður svakalega flott sýning, vantar okkur aðstoð ALLRA sem eru fædd 1993-2000. LÁTIÐ ÞETTA BERAST

Aftur á bak og enn laust hjá Robba

Skráning á námskeiðið „Aftur á bak“ undir stjórn Oddrúnar Sigurðardóttur er nú hafin og ríður á að bregðast skjótt við. Kennsla hefst næstkomandi þriðjudag.

Eins minnum við á að fresturinn til að skrá sig í næstu umferð hjá Robba rennur út á mánudaginn. Enn eru laus pláss.

 

Aftur á bak
Rólegt og uppbyggjandi námskeið fyrir fólk sem er að byrja í hestamennsku eða hefur aldrei farið á námskeið. Einnig fyrir þá sem hafa jafnvel orðið hvekktir en vilja komast í hnakkinn aftur eða þá sem skortir kjark og ná þess vegna ekki þeim árangri sem þeir stefna að.
Námskeiðið verður á þriðjudögum milli kl. 17 og 18.
Fyrsti tíminn er næstkomandi þriðjudag, 11. mars.
Kennt í 5 skipti.
Kennari verður Oddrún Ýr Sigurðardóttir.
Verð: 12.000 kr.


Paratímar / einkatímar / gangsetning tryppa / framhald í tamningu

Námskeið sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.

Önnur umferð hjá Robba og Rúnu

Nú fer að hefjast önnur umferð námskeiða hjá Robba og Rúnu og því auglýsum við laus pláss í kennslu hjá báðum kennurum. Námskeiðin hjá Rúnu hefjast í næstu viku þannig að nú ríður á að viðhafa snör handtök. Kennslan hjá Robba byrjar svo í annarri viku í mars.


Reiðnámskeið með Rúnu Einarsdóttur

Námskeið sérsniðin að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 5 skipti á miðvikudögum.
Kennsla hefst 5. mars nk.
Kennari verður Rúna Einarsdóttir.
Verð: 22.500 kr.


Paratímar / einkatímar hjá Róberti Pedersen

Námskeið sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.


Gangsetning tryppa / framhald í tamningu

Námskeiðið er fyrir tryppi sem lokið hafa frumtamningu og eru komin á stig gangsetningar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.


Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

 

Hún stóð upp úr hjólastólnum - Anna Rebecca heldur fyrirlestur í Harðarbóli

Stóð upp úr hjólastjólnum

Anna Rebecca heldur fyrirlestur um framkomu við fatlaða einstaklinga í Harðarbóli í Mosfellsbæ fimmtudaginn 13.mars kl. 19.30

Okkar frábæri félagi Anna Rebecca sem lenti í hestaslysi fyrir einu og hálfu ári síðan ætlar að halda fyrirlestur um mismunandi framkomu fólks við fatlaða og ófatlaða. Hún hefur upplifað mjög margt í sínu bataferli og ætlar að fræða okkur um það hvernig hún upplifði það, hvernig framkoma fólks breyttist við það að hún var allt í einu komin í hjólastól.

Við hvetum alla til að mæta og hlusta á frábæra unga konu segja frá sinni reynslu.

Við ætlum að bjóða uppá salat og brauð sem hægt verður að kaupa á 500 kr.

anna rebecca

 

 

 

Námskeið æskulýðsnefndar seinni hluti

Námskeið æskulýðsnefndar – seinni hluti/framhald. Hefjast miðjan mars

 

Almennt reiðnámskeið 11-14 ára

Sjálfstætt framhald af því námskeiði sem er að ljúka.

- Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest - Stjórnun og áseta - Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær - Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið - Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming o.s.frv.) - Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki

Kennari Malin Jansson. Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum

Verð: 8.000 kr

Almennt reiðnámskeið 8.-10.ára

Sjálfstætt framhald af því námskeiði sem er að ljúka.

- Áseta og stjórnun - Ásetuæfingar - Skil á gangtegundum - Reiðleiðir og umferðarreglur - Gaman Sjá nánar á heimasíðu Harðar

Kennari Line Norgaard. Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum.

Verð: 8.000 kr

Frítt pollanámskeið – teymdir

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið fyrir krakka. Foreldrar teyma undir börnunum.

Kennari Súsanna Sand Ólafsdóttir. Kennt einu sinni í viku á sunnudögum kl. 16:00. Hefst sunnudaginn 16. mars og er í 5 skipti.

Skráning: senda póst á Heidi Andersen This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 822-4996

Frítt pollanámskeið – ekki teymdir

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið fyrir krakka. Börnin ríða sjálf, en foreldrar þurfa að vera á staðnum til aðstoðar. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari Súsanna Sand Ólafsdóttir. Kennt einu sinni í viku á sunnudögum kl. 17:00. Hefst sunnudaginn 16. mars og er í 5 skipti.

Skráning: senda póst á Heidi Andersen This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 822-4996

Fjörnámskeið/TREK námskeið

Skráning auglýst á næstu dögum, en námskeiðin hefjast upp úr miðjum mars.

Skráningar á almennu reiðnámskeiðin skulu eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Velja námskeið - Velja hestamannafélag (Hörður) – Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.isog sækja um aðild) – Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur) – Setja í körfu

Ganga frá greiðslu (ef nota skal frístundaávísun, skal fara inná Íbúagátt síns sveitarfélags og ráðstafa til Hestamannafélagsins Harðar) – Fylla inn upplýsingar um greiðanda (ef frístundaávísun, skal setja í athugasemdir, reikningsnúmer sem má millifæra á) – Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.  Ef frístundaávísun er send til félagsins, mun félagið endurgreiða viðkomandi þegar greiðsla berst frá sveitarfélaginu.

Aðstoð við skráning á námskeiðin er hjá Heidi  í síma 822-4996 og netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá viðkomandi kennara.

Fjöldi hesta/manna í reiðhöllinni

Vegna veðurfars undanfarinna vikna hefur verið mikil umferð manna og hesta í reiðhöllina hjá okkur í Herði og viljum við biðja fólk um að takamarka fjöldann í höllinni við 6 manns/hesta, þegar höllin er 1/2 (þá er verið að kenna í vestari enda hallarinnar). Þetta er gert til að forðast slys á mönnum/hestum.  Fólk þarf kannski að bíða í nokkrar mínútur og getur fengið sér kaffi á meðan í Gummabúð.