Fræðsla um eineltismál

Góðan dag,

 

Íþróttafélögum er hér með boðin þátttaka á námskeiði um einleltismál, en námskeiðið er hugsað fyrir forsvarsmenn íþróttafélaga og er  lokað öðrum. Vonast er til þess að hvert félag á höfuðborgarsvæðinu sendi 2-3 einstaklinga þannig að góðar og gagnlegar umræður eigi sér stað. Aðrar upplýsingar um námskeiðið má finna hér:

 

Föstudaginn 18. október verður Kolbrún Baldursdóttir með fræðslu um eineltismál fyrir forsvarsmenn íþróttafélaga. Fræðslufundurinn fer fram í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og stendur frá 14-16 og er félögunum að kostnaðarlausu. Á fræðslufundinum mun Kolbrún beina sjónum sínum að þolendum og gerendum, helstu persónueinkennum og aðstæðum. Megináherslan er á úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Ferlið er rakið frá tilkynningu til málaloka. Loks eru algengustu mistök sem gerð eru við upphaf og vinnslu mála af þessu tagi reifuð. Á fundinum mun nýjum bæklingi um eineltismál verða dreift. Vinsamlegast sendið upplýsingar með nöfnum og netföngum þátttakenda frá félaginu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Kær kveðja,

Ragnhildur Skúladóttir

Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Engjavegur 6

104 Reykjavík

s. 514 4015

www.isi.is

Samkeppni um nafn á reiðhöllina á Varmárbökkum

Hestamannafélagið Hörður ætlar að efna til nafnasamkeppni á reiðhöllina okkar á Varmárbökkum. Verðlaun verða veitt fyrir fallegasta/besta nafnið að mati dómnefndar. Vinsamlegast sendið tilnefningar fyrir 1.nóvember 2013 á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða sendið póst á:

                       Hestamannafélagið Hörður

                       Varmárbökkum

                       270 Mosfellsbæ

Koma þarf fram nafn tilmælanda, sími, netfang og heimilisfang og jafnframt rök fyrir nafninu á reiðhöllina.

Besta/fallegasta tillagan verður tilkynnt á 1.vetrarmótinu 2014.

Fjölpóstur

Harðarfélagar. Það er nýung hjá félaginu að senda fjölpóst til allra félagsmanna varðandi fréttir og hvað er að gerast í félaginu. Þeir sem ekki hafa fengið póst frá mér undanfarið þá er ekki skráð rétt email í félagatalinu eða þá að ekkert email er skráð. Endilega sendið mér tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þannig að það sé hægt að setja inn rétt email og allir verði uppfærðir um hvað sé á döfinni :) 

Ragna Rós

Opin félagsfundur 10. október

Opinn hugarflugsfundur Harðarmanna

 

Fimmtudaginn 10.október n.k. verður opinn „hugarflugsfundur“ í Harðarbóli með það að markmiði að gera gott félag betra og hvernig við getum best virkjað félagsmenn til góðra verka.

Dagskrá fundarins:

Kl.  18.30      Kjötsúpa í kroppinn til að koma hugarfluginu í gang

Kl. 19.00       Fundur hefst formlega með stuttri kynningu formanns

Kl. 19.15       Gögnum dreift til fundarmanna og skipt í vinnuhópa

Kl. 21.00      Vinnuhópar kynna niðurstöðu sína

Áætlað er að hugarflugsfundi ljúki um kl. 21.00

Við viljum hvetja alla félagsmenn að mæta og ræða vetrarstarfið og hafa áhrif á félagsstarfið sem og koma með góðar hugmyndir.  

Til að vinnan á þessum hugarflugsfundi nýtist sem best er brýnt að sjálfboðaliðar nefnda félagsins mæti á fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur, jafnt unga sem aldna.

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.

Heil og sæl.

Heil og sæl

Nú hafa samningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins verið undirritaðir og munu þeir fljótlega birtast á vef bæjarins. 

Og nú höldum við ótrauð áfram eins og um hefur verið rætt. 

Næst á dagskrá er  að fylgja eftir markmiði íþrótta- og tómstundanefndar “1.3 þe. „Að stuðlað verði að framþróun íþrótta- og tómstundastarfs í bæjarfélaginu og aðstaða til iðkunar sé eins og best gerist. Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja verði unnin í samráði við íbúa, hagsmunaðila og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.” 

Leiðin að því markmiði er að kalla saman alla þá sem að málaflokknum koma, hafa á honum áhuga og skoðun.  Því er stefnan sett á samráðsfund þann  26. október.  Megin verkefni fundarins verður það að vinna í sameiningu að því að greina og leggja mat á þarfir íþrótta- og tómstundafélaganna fyrir aðstöðu til lengri eða skemmri tíma.

Því biðjum við ykkur um að taka frá þennan dag og að undirbúa ykkar fólk, kynna fyrir því stefnu Íþrótta- og tómstundanefndar, nýundirritaðan samning og koma á fundinn undirbúin og jafnvel  með ykkar óskir og tillögur um forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja.

Fh. Íþrótta- og tómstundanefndar

Edda Davíðsdóttir

Reiðmaðurinn

Kæru félagar eins og flestir vita þá verður Reiðmaðurinn kenndur hér í reiðhöllinni í vetur, kennt verður í innri helming hallarinar helgarnar 27-29. sept. 11-13. okt. 1-3. nóv. 22-24. nóv. Það getur verið að einn dag á síðustu helginni verði kennt í allri höllinni en það verður auglýst vel áður.

Ragna Rós

Brokk-kórinn hefur nýtt starfsár

Brokkkórinn á lokadegi HM Berlín, 11. ágúst 2013Síðasta starfsár var afar vel heppnað hjá Brokk-kórnum og hápunkturinn var eflaust söngferð á Heimsleika íslenska hestsins í Berlín í ágúst 2013. Nú er nýtt starfsár hafið hjá kórnum og æfingar verða á þriðjudagskvöldum í Vatnsendaskóla frá kl. 20:00 - 22:00. Öllum söngelskum hestamönnum er velkomið að taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu vetrarstarfi. Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við formann kórsins, Sigurð Svavarsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða gsm 660-3197 til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag, raddprófanir o.fl.

 


Brokkkórinn á lokadegi HM Berlín, 11. ágúst 2013

Hrossakjötsveisla 8villtra

Kæru Harðarfélagar. Þann 26. október n.k verður hrossakjötsveisla 8villtra í Harðarbóli. Það eru ÖRFÁIR miðar lausir. Miðaverð er 6500 kr. Miða er hægt að panta hjá Hákoni formanni 8villtra This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

8VILLTIR. 

Harðarbókin.

Kæri Harðarfélagi,  Nú fer að koma að því að bókin um Hestamannafélagið Hörð kemur út, en við réðumst í útgáfu þessa rits á 60 ára afmæli Harðar.  Þetta hefur verið mikið verk sem tekið hefur 3 ár að vinna og  er nú á lokasprettinum, en bókin fer í prentun um miðjan október.  Bókin verður mjög vegleg og prýdd um 300 myndum. Einnig fylgir geisladiskur með gamalli myndbandstöku frá kappreiðum á Arnarhamri, fyrsta keppnissvæði Harðar, til styrktaraðila verkefnisins. 

 Við viljum bjóða þér að kaupa bókina í forsölu á 7.500.- krónur, en þá styður þú um leið útgáfu bókarinnar og verður nafn þitt þar með prentað í bókina á lista yfir stuðningsmenn útgáfunnar.  Til að komast á þennan lista þarftu að svara þessum pósti og við munum senda þér greiðsluseðil í heimabankann með gjalddaga þann  7. Október 2013, en þá rennur út frestur okkar til að skila útgefandanum lista yfir stuðningsmenn bókarinnar. Ef þú ert ekki með heimabanka eða kýst að greiða bókina með öðrum hætti er þér bent á að hafa samband við starfsmann félagsins, Rögnu Rós í síma 866 3961 og hún hjálpar þér áfram með aðra greiðslumöguleika.

Með bestu kveðju og þakklæti fyrir stuðninginn

Fyrir hönd útgáfunefndar

Guðjón Magnússon