Reiðnámskeið á vegum Harðar í janúar og febrúar

Nú hefjum við árið af krafti og kynnum fyrstu umferð af námskeiðum fyrir fullorðna í Herði. Stefnt er að því að námskeiðin byrji vikuna 27. janúar til 3. febrúar. Þegar skráning liggur fyrir verða nákvæmar tímasetningar á námskeiðunum kynntar. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. 

Við minnum jafnframt á að frestur til skráningar í knapamerki fyrir fullorðna rennur út á sunnudaginn og kennsla þeirra hefst í næstu viku. Enn er laust pláss í einhver þeirra.


Aftur á bak

Rólegt og uppbyggjandi námskeið fyrir fólk sem er að byrja í hestamennsku eða hefur aldrei farið á námskeið. Einnig fyrir þá sem hafa jafnvel orðið hvekktir en vilja komast í hnakkinn aftur eða þá sem skortir kjark og ná þess vegna ekki þeim árangri sem þeir stefna að.
Kennt í 6 skipti. 
Kennari verður Oddrún Ýr Sigurðardóttir.
Verð: 12.000 kr. 


Almennt keppnisnámskeið

Almennt keppnisnámskeið er ætlað þeim sem hafa hug á að taka þátt í hvers kyns mótum í áhugamannaflokkum. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir þá áhugamannaflokka sem boðið er upp á í almennri keppni. Kennslan verður jafnframt sniðin að þörfum nemenda. 
Kennt í 6 skipti.
Kennari verður Súsanna Ólafsdóttir.
Verð: 12.000 kr.


Vinna í hendi

Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna í hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Kennslan mun byggja á áherslu á verklega kennslu en jafnframt bóklega samhliða sýnikennslu.
Kennt í 6 skipti.
Kennari verður Malin Elisabeth Jansson.
Verð: 12.000 kr.


Gangsetning tryppa / framhald í tamningu

Námskeiðið er fyrir tryppi sem lokið hafa frumtamningu og eru komin á stig gangsetningar. Skipulagið verður þannig að í upphafi er miðað við hálftíma einkatíma en það mun taka breytingum samhliða framförum tryppanna og getur þróast í klukkutíma kennslustund með tveimur nemendum. 
Kennt í 6 skipti á fimmtudögum.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 24.000 kr.


Paratímar / einkatímar hjá Róberti Pedersen

Námskeið sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur. 
Kennt í 6 skipti á fimmtudögum.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 24.000 kr.


Reiðnámskeið með Rúnu Einarsdóttur

Námskeið sérsniðin að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur. 
Kennt í 5 skipti á miðvikudögum.
Kennari verður Rúna Einarsdóttir.
Verð: 22.500 kr.


Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið. 
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu. 
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Miðar á þorrablótið á laugardaginn.

Þeir sem enn eru ekki búnir að tryggja sér miða á þorrablótið geta hringt í Ragnhildi Traustadóttur í síma 8934671 eða í Jónu Dís í síma 8616691.

 

Þorrablótið hefst kl.18.00 og verða veitingar seldar á vægu verði á barnum.  Stefnt er að því að fara í reiðtúr kl. 16.00, lagt verður af stað úr Naflanum.

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2013

Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2013. Í fyrra var í fyrsta skipti tekin upp sú nýjung að íbúar geta tekið þátt í kjörinu ásamt aðal og varamönnum Íþrótta og tómstundanefndar. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni þar sem búið er að bæta inn valmöguleika sem heitir „Kosningar

Hægt verður að greiða atkvæði frá 9. - 19. janúar. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 23. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Hér má sjá nöfn þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru fyrir árið 2013.   Þar er hægt að lesa nánar um íþróttafólkið og allt um helstu afrek þeirra á  árinu. Útnefndir til íþróttamanns og konu Mosfellsbæjar 2013

Hægt er að kjósa með því að fara inn í íbúagáttina hér.

Athugið að velja skal eina konu og einn  karl.

Skráning í og/eða úr félaginu

Þið sem hafið verið að skrá ykkur í félagið og/eða úr því verðið að sýna smá biðlund þar sem við erum að læra á kerfið.  Kröfur verða teknar út og eða senda í bankann eins fljótt og við getum.

Skráning í félagið

Ef þið lendið í vandræðum með að skrá ykkur í félagið þá endilega sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og því verður reddað hið snarasta.

Dómararáðstefna

LH í samvinnu við GDLH og HÍDÍ stendur fyrir dómararáðstefnu á fimmtudaginn 16. janúar n.k. kl. 17.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Við biðjum ykkur um að koma þessum boðum til ykkar félagsmanna og setja á vefsíður ykkar félaga ef það á við.

Nánar um ráðstefnuna hér: http://www.lhhestar.is/is/moya/news/domararadstefna

Námskeið æskulýðsnefndar

Almennt reiðnámskeið 12 tímar /8.-10.ára

Kennari Line Norgaard

Hefst miðvikudaginn 29. janúar. Kennt einu sinni í viku.

Verð 16.000

Áseta og stjórnun
Ásetuæfingar
Skil á gangtegundum
Reiðleiðir og umferðarreglur
Gaman
Almennt reiðnámskeið 12 tímar / 11.-14.ára

Kennari Malin Jansson

Hefst fimmtudaginn 30. janúar og kennt einu sinni í viku.

Verð: 18.000

Markmið:

Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
Stjórnun og áseta
Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming o.s.frv.)
Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
Almennt reiðnámskeið (hálft námskeið) 6 tímar /8.-10.ára

Kennari Line Norgaard

Hefst miðvikudaginn 29. janúar. Kennt einu sinni í viku.

Verð 8.000

Áseta og stjórnun
Ásetuæfingar
Skil á gangtegundum
Reiðleiðir og umferðarreglur
Gaman
Almennt reiðnámskeið 6 tímar (hálft námskeið) / 11.-14.ára

Kennari Malin Jansson

Hefst fimmtudaginn 30. janúar og kennt einu sinni í viku.

Verð: 8.000

Markmið:

Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
Stjórnun og áseta
Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming o.s.frv.)
Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
Seven games 6 tímar / 12 ára og eldri

Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Hefst föstudaginn 31. janúar. Kennt einu sinni í viku.

Verð: 9.000

Að spila Parelli sjö leiki með hestinum þínum er frábær leið til að vinna sér inn virðingu hestsins.

Hestar hafa náttúrulegt hjarðeðli, og þessir sjö leikir hjálpa þér að verða leiðtogi hestsins þíns.

Sjö leikirnir eru:

Vina leikurinn
Pota leikurinn
Ekki snerta leikurinn
Fram og til baka leikurinn
Hringtaums leikurinn
Hliðargangs leikurinn
Troða sér leikurinn.