Opnun hestadaga 2014 í Hörpunni 3. apríl n.k.

Fyrir dyrum standa Hestadagar. Þeir hefjast með formlegum hætti fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 við Hörpuna. Dagskrá kvöldsins þar verður með þessum hætti:

  • Kl: 19:00 – Fultrúar félaga á höfuðborgarsvæðinu koma ríðandi að Hörpu með fána sinna félaga og formlega tekið á móti gestum með fordrykk í anddyri Hörpu. Hestadagar settir formlega.

  • Kl: 20:00 – Hestaat í Hörpu. Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð. 

Miðinn á Hestaatið kostar kr. 4.000 á midi.is. LH langar hins vegar að bjóða hestamönnum betri kjör eða miðann á kr. 3.500 ef 10 manns eða fleiri taka sig saman og panta miða sem hópur. Þá verða miðakaupinn að fara í gegnum skrifstofu LH,This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Tilboðið gildir til þriðjudagsins 1. apríl.

Er ekki upplagt að skapa stemningu fyrir þessum einstaka viðburði í Hörpunni og skella sér í bæinn á Hestadaga?

EJ hilmir 100314 01