WORLDFENGUR

Kæru félagsmenn. Vil ég benda þeim sem eiga eftir að greiða féglagsgjöldin að aðgangi þeirra að worldfeng verður lokað eftir helgina. Vill endilega benda ykkur á að félagsgjöldin eru 7500 kr og aðgangur að WF fylgir frítt með félagsgjöldunum. Ef fólk kaupir aðgang af WF í gegnum worldfeng.com þá kostar árgjaldið 9500, þannig að það er ykkar hagur í að greiða félagsgjöldin og halda aðganginum af WF.

Ragna Rós

Reiðnámskeið á vegum fræðslunefnd fatlaðra

Eftirfarandi námskeið eru í boði haustönn 2013 : 

Öll námskeiðin eru frá klukkan 14:45 – 15:45 í reiðhöll Harðar, Varmárbökkum, Mosfellsbæ

Mánudagar 7.okt - 9.des/10 skipti
Þriðjudaga 8.okt - 10.des/10 skipti
Miðvikudaga 9.okt - 11.des/10 skipti
Fimmtudaga 10.okt - 12.des/10 skipti
Föstudaga 11.okt - 13.des/10 skipti

Verð: 35.000 kr. (hægt að nota fríst.ávísun ÍTR og Mosfellsbæjar)

Frekari upplýsingar og skráning er hjá:
Fræðslunefnd fatlaðra – Hestamannafélaginu Herði s: 8997299 
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fh. Fræðslunefnd fatlaðra

Auður Sigurðardóttir

Harðarfélagar.

Kæru félagar, undanfarið hefur verið sendur fjölpóstur á félagsmenn, þeir sem ekki hafa fengið póstinn eru vinsamlegast beðnir um að senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Ég hef verið að uppfæra emaillistann hjá félagsmönnum, mörg emailin eru ekki virk og kemst pósturinn því ekki til skila. Eins og flestir vita þá fylgir Worldfengur frítt með félagsgjaldinu (skuldlausum félagsmönnum) og því mikilvægt að hafa rétt email. Hugmyndin er sú að fréttabréf á að sendast í fjölpósti á félagsmenn, hvað er á döfinni hjá félaginu og þess háttar, þannig endilega sendið mér línu með réttu netfangi. 

MBK Ragna Rós

Félagsmenn athugið

ATH! Örfá pláss laus á frumtaminganámskeiðið með Robba Pet. Sum stéttafélög endurgreiða allt að helming af námskeiðum sem falla undir tómstundir og endurmenntun.
Sjá nánari lýsingu á námskeiðinu neðar á þessari síðu :)
 
Fræðslunefnd

Kynningabréf

Góðan daginn.

Urðaköttur ehf, staðsett á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, er fyrirtæki sem á og rekur minkabú. Um 12 tonn af minkafitu falla til við vinnslu minkaskinna árlega og fram til þessa hefur minkafitunni verið fargað með tilheyrandi kostnaði og umhverfisálagi. Á Syðra-Skörðugili hefur einnig verið stunduð hrossarækt, tamningar og þjálfun hesta um áratuga skeið. Ábúendur á Syðra-Skörðugili ákváðu að samtvinna þekkingu sína í þessum tveimur búgreinum og þróa smyrsl úr minkafitu til meðhöndlunar á útbrotum og smásárum á hrossum, t.d. múkki, og einnig leðurfeiti til að setja á reiðtygi.

Markaðskönnun þessi var búin til til þess að átta sig betur á neytendavenjum hestamanna og þörfum.  Biðjum við ykkur um að gefa ykkur nokkrar mínútur til þess að svara könnuninni.

Með fyrirfram þökk, eigendur Urðarkattar ehf.

Slóð inná könnun:

http://tinyurl.com/q4lelbn

Menntasjóður Laxnes

Hestaleigan Laxnes hefur stofnað menntasjóð sem ætlað er að styrkja fólk í Hestamannafélaginu Herði sem stundar nám í hestafræðum í framhaldsskóla eða háskóla.  Hestamannafélagið Hörður sér alfarið um utanumhald og úthlutanir úr sjóðnum. Formaður Hestamannafélasins Harðar er formaður sjóðsins. Hér með er óskað eftir umsóknum í sjóðinn og skal senda umsóknir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Í umsókninni skal geta þess náms sem stundað er og rökstuðningur fyrir styrkveitingu. Umsóknum skal skilað fyrir 1.október 2013.

  

Nánar...

Frumtamningarnámskeið Robba Pet

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s: Atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.


Námskeiðið spannar fjórar vikur og verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.
Verð 35.000.- Kennt verður fyrstu tímana á fóðurgangi í hesthúsinu hjá Katrínu Sif, síðan í reiðhöll Harðar. Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi eru 12 manns. Bóklegir tímar verða sameiginlegir. Nemendur fylgjast með hvor öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for og frumtamningu. Námskeiðið endar á reiðtúr.

Harðarfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið.

Skráning er hafin hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námskeiðið þarf að greiða að fullu eigi síðar en viku fyrir fyrsta kennslutímann, sendið kvittunina fyrir greiðsluni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningu lýkur 20. September.
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið fáist ekki næg skráning.

Fræðslunefnd Harðar.

Þjálfarastyrkur ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. 

Umsóknarfrestur er til 2. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefslóðinni  http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Eydublod/umsokn_um_thjalfarastyrk.pdf

Skyndihjálparnámskeið

Kæru félagar nú er ætlunin að bjóða upp á "Fyrstu hjálparnámskeið" innan hestamannafélaganna, en námskeiðin eru aðlöguð að hestamennsku og þeim áverkum sem af henni geta hlotist.Það er nauðsynlegt að hafa þekkingu til að hjálpa náunganum ef slys ber að höndum.

 

Nánar...