Hundahald í hesthúsahverfinu

Mikið hefur verið kvartað til Hundaeftirrlits Mosfellsbæjar vegna lausra hunda í hesthúsahverfinu og  einnig vegna hunda sem eru með eigendum- og/eða forráðamönnum sínum í reiðtúrum.  Hafa orðið slys vegna þessa bæði á mönnum og dýrum.

Eftir fund með forsvarsmönnum Mosfellsbæjar var ákveðið að gera átak í þessum málum og Hestamannafélagið Hörður hvertur fólk  til að hafa hundana sína bundna við hesthúsin svo ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða. Með því er verið að framfylgja reglum sem settar voru um umgengni í hesthúsahverfinu.

Vonumst við því til þess að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða vegna lausagöngu hunda í hverfinu.