Mikið um að vera í Herði um helgina.

Dagskráin um helgina er nokkuð mikil hjá okkur í Herði.  

Í dag kl. 17.00 - 18.00 er skráning á Vetrarmótið sem verður á morgun kl. 11.00 í reiðhöllinni.

Í dag kl. 19.00 og kl. 20.30 er sýning sem heitir Hestafjör þar sem öllum grunnskólabörnum í Mosfellsbæ og foreldrum þeirra er boðið á sýningu í reiðhöllinni.  Seldar verða veitingar.

Á morgun kl. 11.00 er Vetrarmót Harðar og Margretarhof.

Á morgun kl.18.00 verður aldarafmæli haldið í reiðhöllinni þegar þær mæðgur Lilla og Begga halda uppá 100 ára afmælið sitt.

Á sunnudaginn kl.12.00 - 13.00 æfing fyrir Æskan og hesturinn í reiðhöllinni - Höllin er því öll lokuð

Á sunnduaginn kl.13.00 - 16.00 stöðutékk á þeim  börnum, unglingum og ungmennum sem ætla sér að keppa fyrir Hörð á þessu ári.  Trausti Þór reiðkennari sér um stöðutékkið.  Reiðhöllin er öll lokuð á þessum tíma.