Vinna í hendi og töltfimi
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, mars 28 2014 11:14
- Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Vegna mikillar eftirspurnar auglýsum við nú pláss á námskeiðunum Vinna í hendi og Töltfimi.
Vinna í hendi
Fjallað verður um mismunandi leiðir til að vinna í hendi. Lögð verður áhersla á andlegt og líkamlegt jafnvægi, líkamsbeitingu, sveigjanleika, jafnvægi til hliðanna og stjórn á yfirlínu á grunnþjálfunarstigi. Ætlunin er að nemendur öðlist meiri þekkingu á jafnvægi hestsins og geti notfært sér nýjar þjálfunaraðferðir til að stuðla að fjölbreytni í þjálfun. Kennslan mun byggja á áherslu á verklega kennslu en jafnframt bóklega samhliða sýnikennslu.
Kennt á sunnudögum kl. 10.30
Kennsla hefst sunnudaginn 28. mars nk. ef næst að fylla námskeiðið. Annars viku seinna.
Kennt í 5 skipti.
Kennari verður Malin Elisabeth Jansson.
Verð: 12.000 kr.
Töltfimi
Á þessu námskeiði verða kenndar liðkandi og safnandi æfingar sem hjálpa knapanum að undirbúa hestinn sinn betur fyrir tölt. Mikil áhersla verður lögð á að hesturinn beiti sér rétt á feti svo að töltið geti orðið sem best. Ítarlega verður farið í gangskiptinguna; fet-tölt-fet og hægt tölt. Æfingar sem kennarinn mun m.a styðja sig við eru: Sniðgangur, krossgangur, framfótasnúningur og afturfótasnúningur
Kennt verður í Hestasýn höllinni. Tveir í einu í tíma, hálftíma í senn.
Kennt verður á þriðjudögum kl. 17.
Kennsla hefst næstkomandi þriðjudag 1. apríl nk.
Kennt í 5 skipti
Kennari verður Line Nørgaard
Verð 12.500 kr.
Skráning í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.