- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, október 04 2013 10:44
-
Skrifað af Ragna Rós
Opinn hugarflugsfundur Harðarmanna
Fimmtudaginn 10.október n.k. verður opinn „hugarflugsfundur“ í Harðarbóli með það að markmiði að gera gott félag betra og hvernig við getum best virkjað félagsmenn til góðra verka.
Dagskrá fundarins:
Kl. 18.30 Kjötsúpa í kroppinn til að koma hugarfluginu í gang
Kl. 19.00 Fundur hefst formlega með stuttri kynningu formanns
Kl. 19.15 Gögnum dreift til fundarmanna og skipt í vinnuhópa
Kl. 21.00 Vinnuhópar kynna niðurstöðu sína
Áætlað er að hugarflugsfundi ljúki um kl. 21.00
Við viljum hvetja alla félagsmenn að mæta og ræða vetrarstarfið og hafa áhrif á félagsstarfið sem og koma með góðar hugmyndir.
Til að vinnan á þessum hugarflugsfundi nýtist sem best er brýnt að sjálfboðaliðar nefnda félagsins mæti á fundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur, jafnt unga sem aldna.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, október 04 2013 10:33
-
Skrifað af Ragna Rós
Heil og sæl
Nú hafa samningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins verið undirritaðir og munu þeir fljótlega birtast á vef bæjarins.
Og nú höldum við ótrauð áfram eins og um hefur verið rætt.
Næst á dagskrá er að fylgja eftir markmiði íþrótta- og tómstundanefndar “1.3 þe. „Að stuðlað verði að framþróun íþrótta- og tómstundastarfs í bæjarfélaginu og aðstaða til iðkunar sé eins og best gerist. Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja verði unnin í samráði við íbúa, hagsmunaðila og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.”
Leiðin að því markmiði er að kalla saman alla þá sem að málaflokknum koma, hafa á honum áhuga og skoðun. Því er stefnan sett á samráðsfund þann 26. október. Megin verkefni fundarins verður það að vinna í sameiningu að því að greina og leggja mat á þarfir íþrótta- og tómstundafélaganna fyrir aðstöðu til lengri eða skemmri tíma.
Því biðjum við ykkur um að taka frá þennan dag og að undirbúa ykkar fólk, kynna fyrir því stefnu Íþrótta- og tómstundanefndar, nýundirritaðan samning og koma á fundinn undirbúin og jafnvel með ykkar óskir og tillögur um forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja.
Fh. Íþrótta- og tómstundanefndar
Edda Davíðsdóttir
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 24 2013 13:24
-
Skrifað af Ragna Rós
Kæru félagar eins og flestir vita þá verður Reiðmaðurinn kenndur hér í reiðhöllinni í vetur, kennt verður í innri helming hallarinar helgarnar 27-29. sept. 11-13. okt. 1-3. nóv. 22-24. nóv. Það getur verið að einn dag á síðustu helginni verði kennt í allri höllinni en það verður auglýst vel áður.
Ragna Rós