Skráning í félagið

Ef þið lendið í vandræðum með að skrá ykkur í félagið þá endilega sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og því verður reddað hið snarasta.

Námskeið æskulýðsnefndar

Almennt reiðnámskeið 12 tímar /8.-10.ára

Kennari Line Norgaard

Hefst miðvikudaginn 29. janúar. Kennt einu sinni í viku.

Verð 16.000

Áseta og stjórnun
Ásetuæfingar
Skil á gangtegundum
Reiðleiðir og umferðarreglur
Gaman
Almennt reiðnámskeið 12 tímar / 11.-14.ára

Kennari Malin Jansson

Hefst fimmtudaginn 30. janúar og kennt einu sinni í viku.

Verð: 18.000

Markmið:

Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
Stjórnun og áseta
Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming o.s.frv.)
Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
Almennt reiðnámskeið (hálft námskeið) 6 tímar /8.-10.ára

Kennari Line Norgaard

Hefst miðvikudaginn 29. janúar. Kennt einu sinni í viku.

Verð 8.000

Áseta og stjórnun
Ásetuæfingar
Skil á gangtegundum
Reiðleiðir og umferðarreglur
Gaman
Almennt reiðnámskeið 6 tímar (hálft námskeið) / 11.-14.ára

Kennari Malin Jansson

Hefst fimmtudaginn 30. janúar og kennt einu sinni í viku.

Verð: 8.000

Markmið:

Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
Stjórnun og áseta
Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming o.s.frv.)
Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
Seven games 6 tímar / 12 ára og eldri

Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Hefst föstudaginn 31. janúar. Kennt einu sinni í viku.

Verð: 9.000

Að spila Parelli sjö leiki með hestinum þínum er frábær leið til að vinna sér inn virðingu hestsins.

Hestar hafa náttúrulegt hjarðeðli, og þessir sjö leikir hjálpa þér að verða leiðtogi hestsins þíns.

Sjö leikirnir eru:

Vina leikurinn
Pota leikurinn
Ekki snerta leikurinn
Fram og til baka leikurinn
Hringtaums leikurinn
Hliðargangs leikurinn
Troða sér leikurinn.

Knapamerkin í Herði fyrir fullorðna

Í vetur verður á ný boðið upp á knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna í Herði. Kennt verður á öllum stigum ef næg þátttaka næst, 1 og 2 saman og svo 3 og 4. Við byrjum veturinn á að bjóða upp á stöðupróf fyrir stig 1 og 2.

Stöðuprófið er bæði skriflegt og verklegt. Nemendur koma með eigin hest. Skráning og nánari upplýsingar um stöðuprófið eru hjá Oddrúnu í síma 849-8088 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig má finna upplýsingar um knapamerkin og æfingapróf á knapamerki.is. Kostnaður við prófið er 8000 kr. en tímasetning verður auglýst þegar skráning liggur fyrir.

Kennari knapamerkjanna í ár verður Oddrún Ýr Sigurðardóttir. Oddrún ætti að vera flestum Harðarmönnum kunn. Hún hefur meðal annars sinnt reiðkennslu á síðustu 10 árum bæði á vegum félagsins og víðar auk þess að dæma knapamerkjarpróf. Oddrún útskrifaðist frá Hólaskóla árið 2003.

Stefnt er að því að kennsla á knapamerkjum hefjist mánudaginn 20. janúar. Námskeiðskostnaður er svohljóðandi og miðast við u.þ.b. 16 kennslustundir.

Knapamerki 1 og 2: 30.000 kr.
Knapamerki 3: 35.000 kr.
Knapamerki 4: 43.000 kr.

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.

Fleiri námskeið á vegum félagsins verða kynnt á næstu dögum hér á síðunni, meðal annars almennt keppnisnámskeið, aftur á bak, vinna í hendi og fleiri spennandi námskeið.

Skráning á námskeið æskulýðsnefndar

Búið er að opna fyrir skráningar á námskeið æskulýðsnefndar.

Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Velja námskeið - Velja hestamannafélag (Hörður) – Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild) – Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur) – Setja í körfu

Ganga frá greiðslu (ef nota skal frístundaávísun, skal fara inná Íbúagátt síns sveitarfélags og ráðstafa til Hestamannafélagsins Harðar) – Fylla inn upplýsingar um greiðanda (ef frístundaávísun, skal setja í athugasemdir, reikningsnúmer sem má millifæra á) – Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist. Ef frístundaávísun er send til félagsins, mun félagið endurgreiða viðkomandi þegar greiðsla berst frá sveitarfélaginu.

Aðstoð við skráning á námskeiðin er hjá Rúnari í síma 861-4000 og netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá viðkomandi kennara.

Val á íþróttamann og/eða íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2013

Þeir sem enn hafa ekki skilað inn keppnisárangri fyrir árið 2013 hafa frest til morgundagsins 30.des. 2013 til að gera það.  

Vinsamlegast sendið árangurinn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Frekari upplýsingar veitir Jóna Dís í síma 8616691.

Jólakveðja 2013

Hestamannafélagið Hörður sendir öllum félögum sínum, velunnurum og fjölskyldum þeirra sínar bestu jóla og nýárskveðjur og þakkar ykkur fyrir frábært starf á árinu sem er að líða, með von um áframhaldandi gott starf á næsta ári.

Íþróttamaður/íþróttakona Mosfellsbæjar 2013

Senn líður að kjöri íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar og því auglýsir stjórn Harðar eftir árangri Harðarmanna og kvenna á keppnisvellinum á árinu 2013. Harðarfélagar eru því beðnir um að senda keppnisárangur sinn á árinu 2013 á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Frestur til að skila þessu inn er til 23.desember 2013.

Þetta kjör á við þá sem eru 16 ára og eldri.

Frekari upplýsingar veitir Jóna Dís í síma 8616691