- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 09 2013 15:30
-
Skrifað af Ragna Rós
Góðan dag,
Íþróttafélögum er hér með boðin þátttaka á námskeiði um einleltismál, en námskeiðið er hugsað fyrir forsvarsmenn íþróttafélaga og er lokað öðrum. Vonast er til þess að hvert félag á höfuðborgarsvæðinu sendi 2-3 einstaklinga þannig að góðar og gagnlegar umræður eigi sér stað. Aðrar upplýsingar um námskeiðið má finna hér:
Föstudaginn 18. október verður Kolbrún Baldursdóttir með fræðslu um eineltismál fyrir forsvarsmenn íþróttafélaga. Fræðslufundurinn fer fram í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og stendur frá 14-16 og er félögunum að kostnaðarlausu. Á fræðslufundinum mun Kolbrún beina sjónum sínum að þolendum og gerendum, helstu persónueinkennum og aðstæðum. Megináherslan er á úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Ferlið er rakið frá tilkynningu til málaloka. Loks eru algengustu mistök sem gerð eru við upphaf og vinnslu mála af þessu tagi reifuð. Á fundinum mun nýjum bæklingi um eineltismál verða dreift. Vinsamlegast sendið upplýsingar með nöfnum og netföngum þátttakenda frá félaginu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kær kveðja,
Ragnhildur Skúladóttir
Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6
104 Reykjavík
s. 514 4015
www.isi.is
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, október 04 2013 10:44
-
Skrifað af Ragna Rós
Opinn hugarflugsfundur Harðarmanna
Fimmtudaginn 10.október n.k. verður opinn „hugarflugsfundur“ í Harðarbóli með það að markmiði að gera gott félag betra og hvernig við getum best virkjað félagsmenn til góðra verka.
Dagskrá fundarins:
Kl. 18.30 Kjötsúpa í kroppinn til að koma hugarfluginu í gang
Kl. 19.00 Fundur hefst formlega með stuttri kynningu formanns
Kl. 19.15 Gögnum dreift til fundarmanna og skipt í vinnuhópa
Kl. 21.00 Vinnuhópar kynna niðurstöðu sína
Áætlað er að hugarflugsfundi ljúki um kl. 21.00
Við viljum hvetja alla félagsmenn að mæta og ræða vetrarstarfið og hafa áhrif á félagsstarfið sem og koma með góðar hugmyndir.
Til að vinnan á þessum hugarflugsfundi nýtist sem best er brýnt að sjálfboðaliðar nefnda félagsins mæti á fundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur, jafnt unga sem aldna.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 08 2013 14:52
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður ætlar að efna til nafnasamkeppni á reiðhöllina okkar á Varmárbökkum. Verðlaun verða veitt fyrir fallegasta/besta nafnið að mati dómnefndar. Vinsamlegast sendið tilnefningar fyrir 1.nóvember 2013 á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða sendið póst á:
Hestamannafélagið Hörður
Varmárbökkum
270 Mosfellsbæ
Koma þarf fram nafn tilmælanda, sími, netfang og heimilisfang og jafnframt rök fyrir nafninu á reiðhöllina.
Besta/fallegasta tillagan verður tilkynnt á 1.vetrarmótinu 2014.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, október 04 2013 10:33
-
Skrifað af Ragna Rós
Heil og sæl
Nú hafa samningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins verið undirritaðir og munu þeir fljótlega birtast á vef bæjarins.
Og nú höldum við ótrauð áfram eins og um hefur verið rætt.
Næst á dagskrá er að fylgja eftir markmiði íþrótta- og tómstundanefndar “1.3 þe. „Að stuðlað verði að framþróun íþrótta- og tómstundastarfs í bæjarfélaginu og aðstaða til iðkunar sé eins og best gerist. Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja verði unnin í samráði við íbúa, hagsmunaðila og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.”
Leiðin að því markmiði er að kalla saman alla þá sem að málaflokknum koma, hafa á honum áhuga og skoðun. Því er stefnan sett á samráðsfund þann 26. október. Megin verkefni fundarins verður það að vinna í sameiningu að því að greina og leggja mat á þarfir íþrótta- og tómstundafélaganna fyrir aðstöðu til lengri eða skemmri tíma.
Því biðjum við ykkur um að taka frá þennan dag og að undirbúa ykkar fólk, kynna fyrir því stefnu Íþrótta- og tómstundanefndar, nýundirritaðan samning og koma á fundinn undirbúin og jafnvel með ykkar óskir og tillögur um forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja.
Fh. Íþrótta- og tómstundanefndar
Edda Davíðsdóttir