Skráning á námskeið æskulýðsnefndar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 02 2014 21:44
- Skrifað af Æskulýðsnefnd Harðar
Búið er að opna fyrir skráningar á námskeið æskulýðsnefndar.
Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Velja námskeið - Velja hestamannafélag (Hörður) – Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild) – Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur) – Setja í körfu
Ganga frá greiðslu (ef nota skal frístundaávísun, skal fara inná Íbúagátt síns sveitarfélags og ráðstafa til Hestamannafélagsins Harðar) – Fylla inn upplýsingar um greiðanda (ef frístundaávísun, skal setja í athugasemdir, reikningsnúmer sem má millifæra á) – Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist. Ef frístundaávísun er send til félagsins, mun félagið endurgreiða viðkomandi þegar greiðsla berst frá sveitarfélaginu.
Aðstoð við skráning á námskeiðin er hjá Rúnari í síma 861-4000 og netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá viðkomandi kennara.