Frumtamningarnámskeið Robba Pet

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s: Atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.


Námskeiðið spannar fjórar vikur og verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.
Verð 35.000.- Kennt verður fyrstu tímana á fóðurgangi í hesthúsinu hjá Katrínu Sif, síðan í reiðhöll Harðar. Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi eru 12 manns. Bóklegir tímar verða sameiginlegir. Nemendur fylgjast með hvor öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for og frumtamningu. Námskeiðið endar á reiðtúr.

Harðarfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið.

Skráning er hafin hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námskeiðið þarf að greiða að fullu eigi síðar en viku fyrir fyrsta kennslutímann, sendið kvittunina fyrir greiðsluni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningu lýkur 20. September.
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið fáist ekki næg skráning.

Fræðslunefnd Harðar.

Þjálfarastyrkur ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. 

Umsóknarfrestur er til 2. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á vefslóðinni  http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Eydublod/umsokn_um_thjalfarastyrk.pdf

Menntasjóður Laxnes

Hestaleigan Laxnes hefur stofnað menntasjóð sem ætlað er að styrkja fólk í Hestamannafélaginu Herði sem stundar nám í hestafræðum í framhaldsskóla eða háskóla.  Hestamannafélagið Hörður sér alfarið um utanumhald og úthlutanir úr sjóðnum. Formaður Hestamannafélasins Harðar er formaður sjóðsins. Hér með er óskað eftir umsóknum í sjóðinn og skal senda umsóknir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Í umsókninni skal geta þess náms sem stundað er og rökstuðningur fyrir styrkveitingu. Umsóknum skal skilað fyrir 1.október 2013.

  

Nánar...

Skyndihjálparnámskeið

Kæru félagar nú er ætlunin að bjóða upp á "Fyrstu hjálparnámskeið" innan hestamannafélaganna, en námskeiðin eru aðlöguð að hestamennsku og þeim áverkum sem af henni geta hlotist.Það er nauðsynlegt að hafa þekkingu til að hjálpa náunganum ef slys ber að höndum.

 

Nánar...

Frumtamningarnámskeið með Robba Pet

rodeo thumb100 100Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s: Atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.

Nánar...

Beitarhólf

Kæru félagar. Við viljum minna á að þann 10. september þurfa allir sem hafa beit að fjalægja gæðinga sína úr beitarhólfum.

Beitarnefnd.

 

Hvernig náum við meiri árangri

Hvernig náum við meiri árangri? Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00 – 18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Dagskrá samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins en síðan taka við opnar umræður og hópavinna með þátttöku málþingsgesta.

Nánar...