Fræðslunefnd fatlaðra hlýtur Múrbrjótinn 2013
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 27 2013 22:41
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður/Fræðslunefn fatlaðara hlaut Múrbrjótinn en það er viðurkenning sem er veitt aðilum eða verkefni sem brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðra. Þessi viðurkenning er veitt af Landssamtökum Þroskahjálpar. Þann 3desember næstkomandi á Alþjóðadegi fatlaðra verður athöfn haldin á Grand Hótel kl 15 og munu nefndarmenn Fræðslunefndar taka á móti þessari viðurkenningu
Hestamannafélagið Hörður hefur verið að vinna gríðarlega gott starf en starfsemin byggist á sjálboðavinnu. Í dag eru 19 nemendur hjá þeim á 5 námskeiðum. Þau eru með fjóra hesta sem þau fá frá Hestamennt en Berglind hjá Hestamennt starfar hjá þeim sem reiðkennari (Eidfaxi).