Sumarsmellur Harðar

Minnum á skráningu á Sumasmell Harðar.
Athugið að samkvæmt samkomulagi við mótshaldara í Herði og liðstjóra landsliðs í hestaíþróttum, er ungmennum sem tóku þátt í úrtöku, gert kleift að skrá sig í ungmennaflokk til fá tækifæri til að æfa sig í að ríða sína sýningu ein inni á velli.

Skráning er á á http://skraning.sportfengur.com til miðnættis í kvöld 25.júní  
Ef einhver vandræði verða við skráningu ég hægt að hafa samband við Magnús í síma 8645025

KV Mótanefnd Harðar

Eingöngu skuldlausir á beit

Enn eiga nokkrir þeirra sem hlotið hafa beitarhólf hjá félaginu eftir að greiða beitargjaldið. Skal því á það minnt að engum er heimilt að setja hross í hólfin nema að hafa gengið frá sínum málum. Sama gildir um aðrar skuldir við félagið s.s. félags-, námskeiðs- eða keppnisgjöld.

Þá skal minnt á að allir þeir sem eru með rafgirðingar skulu merkja með greinlegum hætti að rafmagn sé á girðingunni.

Beitarnefnd.

Plastgámur

Kæru félagar, þar sem sleppitíminn er komin þá kemur á morgun miðvikudaginn 12. júní gámur fyrir baggaplast. Gámurinn verður opin frá 17-19 og er eingöngu undir plast ekkert annað rusl. Vakt verður við gáminn.

Hrossin í haga

Grænt ljós á sleppingu hrossa!
Eftir hlýja helgi og hóflega blauta hafa beitarhólfin braggast vel frá síðustu helgi og er nú svo komið að óhætt er að sleppa í nánast öll hólfin. Haft verður samband við þá sem enn verða að bíða.

Beitarnefnd - Dýragæslumaður

SLEPPINGU HROSSA SLEGIÐ Á FREST!!!

Sleppingu hrossa slegið á frest!
Vegna lítillar sprettu í flest öllum beitarhólfum sem félagið úthlutar hefur dýragæslumaður Mosfellsbæjar ákveðið að sleppingu hrossa verði frestað um óákveðinn tíma. Í nokkrum tilvikum er ekki þörf á slikri frestun og verður haft samband við alla þá aðila sem mega sleppa hrossum um helgina. 
Þannig að þótt fólk sjái hross komin í sum beitarhólfin þýðir það ekki að öllum sé leyfilegt að sleppa sínum hrossum.
Eru viðkomandi félagsmenn vinsamlegast beðnir um að virða þessa ráðstöfun í hvívetna.

Dýragæslumaður         Beitarnefnd Harðar

Lokahátið Fræðslunefndar fatlaðra var haldin í dag

Fræðslunefnd Fatlaðra í Herði hefur unnið frábært starf í vetur ásamt reiðkennaranum Berglindi Ingu Árnadóttur og hennar aðstoðarfólki. Vetrinum lauk með lokahátið sem Fræðslunefnd Fatlaðra í Herði stóð fyrir og var hún haldin í Reiðhöllinni í Herði í dag. Gaman var að sjá öll fallegu börnin og unglinga sem voru með sýningu, þar sem þau fóru öll á hestbak, brosandi út að eyrum. 

Fjölskyldudagur fræðslunefnd fatlaðra 4. júní

 
Þann 4.júní frá kl. 17:30 - 20:00 næstkomandi ætlum við að bjóða öllum nemendum vetrarins, vinum og vandamönnum að koma og gleðjast með okkur í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Nemendum vetrarins gefst kostur á að vera með í sýningu þar sem þeir sýna vinum og vandamönnum það sem þeir hafa áorkað í vetur sem er nú ekki lítið.
 
Skipulagið verður þannig að þeir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni hafið samband og skráið ykkur, hver nemandi fær svo nokkrar mínútur inn á vellinum (3-4) inn á í einu. Engin þörf er á æfingum heldur er þetta meira bara að hafa gaman saman! :) 
 
Ekki bara er þetta gaman fyrir nemendur að sýna vinum og vandamönnum hvað þeir eru búnir að vera að gera í vetur heldur líka fyrir fjölskylduna og vini. Ég hvet eindregið alla til að vera með eða bara mæta og hafa gaman :)
 
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og með því!
 
Gestum verður einnig boðið upp á að panta/kaupa boli/peysur merktar Hestamannafélaginu á 2.500 kr./ 4.500 kr. til styrktar nefndinni (góðir háskólabolir m. síðum ermum)
 
Ég vil endilega líka minna ykkur á facebook síðuna okkar :  https://www.facebook.com/reidnamskeid?ref=tn_tnmn
 
Hlakka til að sjá sem flesta  og fagna frábærum liðnum vetri með okkur :D
 
Kveðja fræðslunefnd fatlaðra

Rekstrarstjóri í frí

Harðarfélagar Ragna Rós mun vera í fríi frá seinnipartinum á morgun 5. júní til mánudagsins 9. júní. Ef þörf er á aðstoð er hægt að leita til Beggu Árna í síma 8996972 eða Jónu Dís í 8616691.

A-úrslit Aflokkur Atvinnumenn

A flokkur 
A úrslit 
Sæti Keppandi 
1 Tígulás frá Marteinstungu / Hans Þór Hilmarsson 8,59 
2 Stígandi frá Neðra-Ási / Reynir Örn Pálmason 8,52 
3 Fursti frá Stóra-Hofi / Sara Sigurbjörnsdóttir 8,47 
4 Frægur frá Flekkudal / Sigurður Sigurðarson 8,44 
5 Hvatur frá Dallandi / Halldór Guðjónsson 8,36 
6 Óskar Þór frá Hvítárholti / Súsanna Ólafsdóttir 8,34 
7 Sköflungur frá Hestasýn / Alexander Hrafnkelsson 8,28