Harðarbókin.
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, september 20 2013 12:25
- Skrifað af Ragna Rós
Kæri Harðarfélagi, Nú fer að koma að því að bókin um Hestamannafélagið Hörð kemur út, en við réðumst í útgáfu þessa rits á 60 ára afmæli Harðar. Þetta hefur verið mikið verk sem tekið hefur 3 ár að vinna og er nú á lokasprettinum, en bókin fer í prentun um miðjan október. Bókin verður mjög vegleg og prýdd um 300 myndum. Einnig fylgir geisladiskur með gamalli myndbandstöku frá kappreiðum á Arnarhamri, fyrsta keppnissvæði Harðar, til styrktaraðila verkefnisins.
Við viljum bjóða þér að kaupa bókina í forsölu á 7.500.- krónur, en þá styður þú um leið útgáfu bókarinnar og verður nafn þitt þar með prentað í bókina á lista yfir stuðningsmenn útgáfunnar. Til að komast á þennan lista þarftu að svara þessum pósti og við munum senda þér greiðsluseðil í heimabankann með gjalddaga þann 7. Október 2013, en þá rennur út frestur okkar til að skila útgefandanum lista yfir stuðningsmenn bókarinnar. Ef þú ert ekki með heimabanka eða kýst að greiða bókina með öðrum hætti er þér bent á að hafa samband við starfsmann félagsins, Rögnu Rós í síma 866 3961 og hún hjálpar þér áfram með aðra greiðslumöguleika.
Með bestu kveðju og þakklæti fyrir stuðninginn
Fyrir hönd útgáfunefndar
Guðjón Magnússon