Opin félagsfundur 10. október

Opinn hugarflugsfundur Harðarmanna

 

Fimmtudaginn 10.október n.k. verður opinn „hugarflugsfundur“ í Harðarbóli með það að markmiði að gera gott félag betra og hvernig við getum best virkjað félagsmenn til góðra verka.

Dagskrá fundarins:

Kl.  18.30      Kjötsúpa í kroppinn til að koma hugarfluginu í gang

Kl. 19.00       Fundur hefst formlega með stuttri kynningu formanns

Kl. 19.15       Gögnum dreift til fundarmanna og skipt í vinnuhópa

Kl. 21.00      Vinnuhópar kynna niðurstöðu sína

Áætlað er að hugarflugsfundi ljúki um kl. 21.00

Við viljum hvetja alla félagsmenn að mæta og ræða vetrarstarfið og hafa áhrif á félagsstarfið sem og koma með góðar hugmyndir.  

Til að vinnan á þessum hugarflugsfundi nýtist sem best er brýnt að sjálfboðaliðar nefnda félagsins mæti á fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur, jafnt unga sem aldna.

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.