Sölubásar á Hestadögum í Reykjavík

Vikuna 26. mars til 2.apríl verða haldnir Hestadagar í Reykjavík

Laugardagurinn 2 .apríl er einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn.  Þar verður mikið um að vera allan daginn með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  

Nánar...

Bleikt Töltmót – Bara fyrir konur

Bleikt töltmót FáksÁ konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.

Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.Skráningu skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem koma þarf fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og 660-1750.

Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu.

Katarína og Harpa safna 146.581.- krónum

Smalamót Harðar sem haldið var um síðustu helgi heppnaðist frábærlega vel.  Mótið var skemmtilegt og áhorfendavænt.  Á annað hundrað manns mættu á þetta góðgerðarmót, en eitt af markmiðum mótsins var að safna í sjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum.  Á þeim tveim tímum sem mótið stóð söfnuðust 146.581.- krónur sem búið er að afhenda styrktarfélaginu. Eins og áður hefur komið fram stóðu tvær ungar stelpur, þær Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Harpa Sigríður Bjarnadóttir fyrir mótinu og eiga þær allan heiðurinn af þessari uppákomu.

Auglýsing frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytinu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar.

Markmið styrkveitinganna er að efla þróun og ræktun íslenska hestsins og fylgja þannig eftir árangri þeim er náðst hefur í aukinni fagmennsku í hrossarækt og þjálfun íslenska hestsins.

Styrkhæf eru hverskonar verkefni er lúta að:
A. Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða meðferð.
B. Tamningum og þjálfun hrossa sem stuðla að auknum árangri og ávinningi.
C. Kynningar- og nýsköpunarstarfi.


Nánar...

Innbrot í hesthús

Vefstjóra barst bréf frá Ingbjörgu Geirsdóttur í Andvara sem hún bað um að yrði birt og er hér með orðið við því. Við hvetjum Harðarfélaga til að vera á varðbergi og láta vita ef sést til grunsamlegra mannaferða.

Sæl Öll.

Það var brotist inn í hesthúsið okkar í nótt og öllum hnökkum, beisli,stangir, múlar, pískar, flatskjá, græjum, útvarp, spilari, fullt af flottu víni allt hreinsað út og það var líka farið í nokkur önnur hús í Andvara. Eru þetta sennilega hestamenn því þeir tóku fóðurbæti líka. 

Kveðja Ingibjörg

Vígsluhátíðin nálgast

Höllin í bygginguVígsluhátíðin nálgast óðum og enn er mikið af sjálfboðaliðum að störfum bæði við frágang innanhúss og einnig við undirbúning hátíðarinnar. Uppskera vinnunnar er að sjálfsögðu hin frábæra aðstaða sem við Harðarmenn og -konur fáum til afnota, við áhugamál okkar allra og á eftir að auka mjög á gæði vinnu við hesta okkar sem og við kennslu fyrir alla, bæði börn og fullorðna.

Vígsluhátíðin er upphaf betri tíma og vill félagið hvetja alla félagsmenn að mæta á vígsluhátíðina í hátíðarbúning Hestamannafélagsins Harðar.

Fleiri myndir af byggingavinnunni.

Annar dagur á Íslandsmóti

4767_93108639607_736544607_1970852_862386_nDagskrá Íslandsmótsins hófst í morgun með keppni í fimi í blíðskaparveðri. Nokkrir höfðu á orði að nú mætti alveg auka vegsemd fimikeppninnar og jafnvel þyngja æfingarnar í ljósi þess að flestir yngri knapar hafa stundað knapamerkjanám og hafa því vald á mun flóknari æfingum en keppnin býður upp á í dag. Íslandsmeistari í barnaflokki varð Birna Ósk Ólafsdóttir á Vísi frá Efri-Hömrum, í unglingaflokki stóð Arna Ýr Guðnadóttir efst á Þrótti frá Fróni efst en Guðlaug Jóna Matthíasdóttir sigraði ungmennaflokkinn á hestinum Zorro frá Álfhólum. 

Nánar...