- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 22 2011 09:14
-
Skrifað af Super User
Vikuna 26. mars til 2.apríl verða haldnir Hestadagar í
Reykjavík
Laugardagurinn
2 .apríl er einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í
Fjölskyldu og Húsdýragarðinn. Þar verður mikið um að vera allan daginn
með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 11 2011 09:32
-
Skrifað af Super User
Á konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.
Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.Skráningu skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem koma þarf fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og 660-1750.
Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.
Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 08 2011 14:03
-
Skrifað af Super User
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar.
Markmið styrkveitinganna er að efla þróun og ræktun íslenska hestsins og fylgja þannig eftir árangri þeim er náðst hefur í aukinni fagmennsku í hrossarækt og þjálfun íslenska hestsins.
Styrkhæf eru hverskonar verkefni er lúta að:
A. Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða meðferð.
B. Tamningum og þjálfun hrossa sem stuðla að auknum árangri og ávinningi.
C. Kynningar- og nýsköpunarstarfi.
Nánar...