Úrslit 1. vetrarmóts Harðar

Pollaflokkur

Einar Þór Brynjarsson á Grána
Kolbrún Gréta á Njáli
Ósk Hauksdóttir á Klakk
Stefanía Vilhjálmsdóttir á Garp


Barnaflokkur

1. Margrét Sæunn Axelsdóttir á Bjarma
2. Katrín Sveinsdóttir á Hæringi
3. Auðunn Hrafn Alexandersson á Fagrablakk
4. Hrefna Guðrún Pétursdóttir á Blesa
5. Gylfi Björgvinsson á Atlas

Unglingaflokkur

1. Leó Hauksson á Baldvin
2. Sara Rut Sigurðardóttir á Úlfi
3. Sigurgeir Jóhannsson á Frosta
4. Arnar Logi Lúthersson á Frama
5. Rut Margrét Guðjónsdóttir á Frey

Ungmennaflokkur

1. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Lunda
2. Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir á Aríu
3. Jón Ottesen á Spítu
4. Ragnhildur Haraldsdóttir á Nóa
5. Gunnar Már Jónsson á Hrapp

Kvennaflokkur

1. Berglind Inga Árnadóttir á Font
2. Ásta Björk Bigisdóttir á Villirós
3. Magnea Rós Axelsdóttir á Rúbín
4. Ingibjörg Svavarsdóttir á Erp
5. Anna Bára Ólafsdóttir á Skugga

Karlaflokkur

1. Ingvar Ingvarsson á Dagfinni
2. Vilhjálmur Þorgrímsson á Sindra
3. Gunnar Valsson á Negró
4. Jónas Guðmannsson á Ástareldi
5. Úlfar Guðmundsson á Komma

Meistaraflokkur

1. Kristján Magnússon á Gusti
2. Reynir Örn Pálmason á Sókrates
3. Þorvarður Friðbjörnsson á Hring
4. Jóhann Þór Jóhannesson á Von
5. Alexander Hrafnkellsson á Gormi

Námskeið fyrir konur sem vantar kjark!

Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari heldur námskeið eingöngu ætlað konum. Námskeiðið er 8 skipti og kostar 12.000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 18.000 fyrir aðrar. Kennt er tvisvar í viku, í vikulok, og hefst námskeiðið 2. mars. Nánara form verður ákveðið í samráði við nemendur.
Skráning og upplýsingar hjá Hönnu í síma 699 2883 eða hanna73 @ simnet.is.

1. Vetrarmót Öryggismiðstöðvarinar 24.02.2007.

Laugardaginn 24 febrúar hefst vetrarmótaröð Harðar mótin verða eins og í fyrra þrjú talsins og verður keppt til stiga. Það er Öryggismiðstöðin sem styrkir okkur á þessu fyrsta móti og eru verðlaunin glæsileg að vanda.
Keppnin hefst kl 12.45 en skráning er í félagsheimili frá kl. 11.30 - 12.30.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Kl 12.45 pollaflokkur (ekki keppt til stiga).

1)Barnaflokkur.
2)Unglingaflokkur.
3)Ungmennaflokkur
4)Konur
5)Karlar
6)Meistaraflokkur.

Reglur um vetrarmót

1) Keppnin er riðin á stóra hringvellinum á vinstri hönd.

2) Ef fjöldi keppenda í flokki er fleiri en 12 skal skipt í hópa.

3) Hvernig skal riðið? A) Hægt tölt B) frjáls ferð.

4) Miðað er við tvo hringi hægt og tvo í frjálsri ferð dómari lengir prógram ef þurfa þykkir.

5) Úrslit eru riðin á vinstri hönd fjöldi í úrslitum er 5 -8 miðað er við sama prógram og í forkeppni og getur dómari lengt prógram ef þurfa þykkir.

6) 5 efstu fá verðlaun og stig sem gilda í heildarkeppni 3 vetrarmóta.

7) Keppendur í pollaflokki skulu teymdir.

Úrslitakvöld Stable-Quiz

Nú er komið að loka - og úrslitakvöldinu á Spurningakeppni hestamannafélaganna "Stable-quiz" en Fimmtudaginn 18.apríl mætast Fákur og Hörður og keppa um farandbikarinn fína.
Spáð er harðri og skemmtilegri keppni en í liðunum er fólk sem eru nánast nördar þegar að kemur að ættfræði hrossa og árangri hesta í brautinni í gegnum tíðina, einnig eru í liðunum fólk sem að veit ýmislegt um allskonar hluti sem eru mjög sértækir og sérstakir svo ekki sé nú meira sagt!
Húsið opnar kl 20:30 og keppnin hefst kl 21:00.

Komdu og skemmtu þér með okkur og styrktu stækkunarsjóð Harðarbóls um leið.

sjáumst Nefndin

Keppnin er styrkt af Líflandi, Prjónastofunni Kidka, Ullmax, Ástund og Á Fáksspori.

2. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ

2. Landsmót UMFÍ 50+Helgina 8. - 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ.

Á mótinu verður keppt í hestaíþróttum: fjórgangi, fimmgangi og tölti. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og sýna ykkur og ykkar hesta Cool.

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

Nánar...

Formannsfrúarreiðin

Kæru HARÐARKONUR nú fer að líða að FORMANNSFRÚARREIÐINNI. Ferðin í ár verður með svipuðu sniði og í fyrra. Riðið verður frá Skógarhólum í Hörð laugardaginn 26. maí. Farastjóri er hún Lilla okkar, sem skilaði okkur svo frábærlega í hús í fyrra. Ferðin er 39.5 km á lengd og tekur ca 6-8 tíma. konur geta valið hvort þær ríða hálfa eða alla leið. Þetta er allavega 2ja hesta ferð.
Á morgun verður kvennadeildin með reiðtúr, Dalshringinn, og ætlar Lilla að vera farastjóri og gefa okkur sjörþefinn af því hverning er riðið í svona ferð, ferðahraði, passa að dragast ekki afturúr og fyrir þær sem ætla að teyma er gott að prufa það núna, sérstaklega ef þið fáið lánshest sem þið þekkið ekki af eigin raun hvernig teymist. Ég hvet þær konur sem hugsa sér að fara í ferðina að koma með í túrinn á morgun.
Ég set nánara ferðaplan og upplýsingar á síðuna fyrir helgi og áætla að skráning veði svo 16-18 maí.
Hlakka til að sjá sem flestar á morgun,
Anna Björk

Sprettur - upphitun fyrir landsmót

spretturÞau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna, hápunkt hestamennskunnar á Íslandi. Fjöldi viðmælenda prýða þáttinn, sem verður einkar áhugaverður fyrir hestaáhugafólk sem og hina sem langar að fræðast meira um Landsmót og allt það sem lítur að hestamennsku hér á landi.

Nánar...

Gleðilegt sumar

Við hjá umhverfisnefnd viljum þakka öllum þeim sem tóku til hendinni í gær, það er ótrúlega gaman að vinna með svona stórum hóp og sannar að margar hendur vinna létt verk. Með ósk um gleðilegt og gott sumar.

Umhverfisnefnd.