Fáksreið laugardaginn 27.apríl.

Farið verður ríðandi í Fák laugardaginn 27.apríl n.k.  Lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00.  Upplagt að bregða sér bæjarleið á kosningardaginn og njóta þess að vera saman á hestbaki og fá sér kaffi og með'í á hinu margrómaða kaffihlaðborði Fáksfélaga.  Hlökkum til að sjá ykkur.

Ferðanefndin

"Formannsfrúar" - karlareið 18.maí 2013

„Formannsfrúar“-karlareið.

Laugardaginn 18. maí verður farin karlareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Áætlað er að leggja af stað frá Skógarhólum kl. 11.00 en flutningur frá hesthúsahverfinu kl. 9.30. Menn þurfa að koma sér saman um þennan flutning og að nýta hestakerrurnar sem best.

Veitingar verða framreiddar á leiðinni.  Stoppað verður í Fellsendaflóanum og í Stardal og þar verður boðið uppá glæsilegar veitingar.  Að lokinni reið verður haldin grillveisla í félagsheimilinu.

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 8. maí og greiða 10.000 kr. inn á eftirfarandi reikning 0549-26-4259 kt. 650169-4259 sem jafnframt er staðfesting á þátttöku, munið að láta nafn og kennitölu fylgja greiðslunni, einnig á að senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.formannsfruarkarlareid@gmail.com.

Frekari upplýsingar koma síðar.  Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir er hægt að reyna að hringja í Helga Sig. í síma 8921719 eða senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Kveðja Helgi og nefndin

 

Gámadagur í næstu viku

Gámur undir rúlluplast verður í hesthúsahverfinu í næstu viku, síðan ætlum við að fá gám aftur í byrjun júní, nánar auglýst síðar. Í gáminn má aðeins fara rúlluplast og biðjum við fólk að huga vel að því, svo þessi þjónusta geti orðið mánaðarlega næsta vetur.

Ágætu Harðarfélagar og hesthúseigendur

Nú ætlum við að taka til hendinni, ætlunin er að taka til í kringum hverfið og með reiðleiðum. Við ætlum að mæta kl:10:00 á fimmtudaginn, þ.e. sumardaginn fyrsta ( 25. apríl ) við reiðhöllina. Reiknað er með að þetta taki um tvo tíma en því fleiri sem mæta því fyrr lýkur verkinu. Vonumst við að sem flestir mæti því öll viljum við hafa hreint og snyrtilegt í kringum okkur. Einnig viljum við benda þeim á sem eru með rúllur eða bagga við hesthús sín (hvað þá annað) að fjarlægja það fyrir sumarið. Grillað verður svo fyrir tiltektarfólk fyrir utan reiðhöllina að verki loknu.

Umhverfisnefnd.

Hreinsunardagurinn 25.apríl og tiltekt í kringum húsin okkar

Minnum á hreinsunardaginn á sumardaginn fyrsta. Einnig minnum við fólk á að taka til í kringum húsin hjá sér. Mikið hefur borið á plasti fjúkandi um hverfið og einnig er plast að slást á rúllum sem eru í hverfinu og hross hafa fælst út af því. Hvetjum fólk til að huga vel að þessu.

 

Opið æfingarmót

Opið æfingarmót verður hjá Hestamannafélaginu Herði að varmárbökkum í fjórgang (v1), fimmgang (f1) og tölti (t1) sunnudaginn 28 apríl. einungis verður um forkeppnismót að ræða enginn úrslit, opið fyrir alla aldurshópa og öll hestamannafélög skráningar gjald einungis 1500 inná  http://temp-motafengur.skyrr.is/ . Skráning er hafinn og líkur 26.apríl kl 23.59

 
Móta og æskuýðsnefndin

Dagskrá Harðar 2013 - uppfærð

20.apríl - 3. Vetrarmót

25.apríl - Hreinsunardagur

27.apríl –  Harðarfélagar fara ríðandi í Fák

1.maí - Firmakeppni

4.maí - "Hlégarðsreið" - Fákur kemur í heimsókn

4.maí - Fjölskyldureiðtúr Æskulýðsnefndar

10-12.maí - WR Íþróttamót

20.maí – Krikjureið

25.maí – Náttúrureið

31-2.júní - Gæðingamót
23-25.ágúst – Sumarsmellur