Uppfærð dagskrá 2013

Uppfærð dagrskrá

20.apríl - 3. Vetrarmót
25.apríl - Hreinsunardagur
27.apríl – Harðarfélagar fara ríðandi í Fák
1.maí - Firmakeppni
4.maí - "Hlégarðsreið" - Fákur kemur í heimsókn
10-12.maí - WR Íþróttamót
18.maí - Formannsfrúarkarlareið
20.maí – Krikjureið
25.maí – Náttúrureið
31-2.júní - Gæðingamót
23-25.ágúst – Sumarsmellur

Opna Hrímnismót Harðar

Opna Hrímnismót Harðar ( 3 vetrarmót )

verður haldið laugardaginn 20 apríl kl 12.00. Mótið verður haldið úti nema að polla flokkarnir verða inn. Skráning verður í reiðhöllinn frá kl 11.00 – 12.00.

 Keppt verður í eftirfarandi flokkum :

Pollar teymdir

Pollar ríða einir

Börn

Unglingar

Ungmenni

Nýliðar ( alveg óreynt keppnisfólk )

Konur 2

Konur 1

Karlar 2

Karlar 1

Opin flokkur 

Mótanefndin

Frestur til að sækja um beit rennur út 20.apríl

Eitthvað hefur boríð á því að fólk hafi lent í vændræðum með að sækja um beit hjá Hestamannafélaginu og því var ákveðið að framlengja umsóknartímann til 20.apríl.  Ef þið lendið áfram í vandræðum er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umgengni hestamanna á reiðstigum og á áningarstöðum í Mosfellsdalnum

Mikið hefur borið á því að fólk skilji eftir sig tómar dollur og flöskur á áningastöðum og á reiðstígum í Mosfellsdalnum eftir helgar.  Það er algjörlega óásættanlegt að fullorðið fólk ætlist til að aðrir taki til eftir það og því er ætlast til að fólk skilji ekkert eftir sig á áningastöðum eða á reiðstígum.

Umgengni hestamanna á reiðstigum og á áningarstöðum í Mosfellsdalnum

Mikið hefur borið á því að fólk skilji eftir sig tómar dollur og flöskur á áningastöðum og á reiðstígum í Mosfellsdalnum eftir helgar.  Það er algjörlega óásættanlegt að fullorðið fólk ætlist til að aðrir taki til eftir sig og því er ætlast til að fólk skilji ekkert eftir sig á áningastöðum eða á reiðstígum.

 

STABLE-QUIZ spurningakeppni hestamannafélaganna 2013

Sl fimmtudagskvöld kepptu Sörli og Fákur í Stable-quiz í Harðarbóli og Fákur vann með 3 stiga mun eftir harða og sprenghlægilega keppni, við óskum þeim Hilmari, Sögu og Loga sem og öllum félagsmönnum Fáks til hamingju með það og við erum full tilhlökkunnar að fylgjast með úrslitunum sem verða fimmtudaginn 18.apríl enda var það mál manna að keppnin sl fimmtudag hefði verið ótrúlega skemmtileg. Við þökkum líka frábæru liði Sörla fyrir skemmtunina en Finnur Bessi, Maggi formaður og Siggi Ævars fóru hreinlega á kostum.
En nk fimmtudag 11.apríl eigast við Hestamannafélagið Hörður og Hestamannafélagið Sprettur og opnar húsið kl 20:30. Margir ætla að leggja leið sína á þennann mannfagnað svo mætið tímanlega til að fá sæti!

Keppnin hefst kl 21:00


sjá facebooksíðu keppninnar http://www.facebook.com/events/433524343407333/
Ekki missa af þessu!
Nefndin.

Þakkir til Harðarfélaga

Kæru Harðarfélagar.  Stjórn Harðar langar að þakka ykkur fyrir ykkar þáttöku í Hestadögum í Reykjavík.  Við opnun Hestadaganna í Reykjavík áttum við flotta fulltrúa yngri kynslóðarinnar, sem fylgdu Borgarstjóra Reykjavíkur. Opna húsið á föstudeginum tókst frábærlega, þar sem mörg börn fengu að fara á hestbak og kjötsúpan rann ljúflega niður.  Í skrúðreiðinni um miðborg Reykjavíkur á laugardeginum átti Hörður fjölmennasta hópinn.  Þau börn og unglingar sem tóku þátt í Æskan og hesturinn eiga heiður skilið fyrir þeirra þátttöku svo og foreldrar og forráðamenn þeirra.

Ógreidd félagsgjöld

Þeir félagar Hestamannafélagsins Harðar sem enn eiga eftir að greiða félagsgjöldin, eru vinsamlegast beðnir að gera það hið fyrsta.  Ef eitthvað vefst fyrir fólki er hægt að hafa samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 8528830.

Gjaldskrá fyrir reiðhöll Harðar

Lykill - Heill dagur 15.000 kr á mánuði / 65.000 kr árið

Lykillinn er opinn frá kl. 8 - 23

Lykill 2 - Hálfur dagur 3.500 kr á mánuði / 15.000 kr árið

Lykillinn er opinn frá kl. 8 – 16 eða frá kl 14 - 23

13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa að vera í fylgd forráðamanns

Unglingar og ungmenni 14 – 20 ára fá 50% afslátt

70 ára og eldri fá 50% afslátt

Útleiga:

1 klst. ½ höllin  3.900 kr. fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu

1/2 klst.  1/2 höllin  2.500 fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu

Bóka þarf reiðhöllina fyrirfram, greiða og koma með kvittun til starfsmanns Harðar

 Samþykkt á stjórnarfundi í Hestamannafélaginu Herði 29. nóvember 2018