Dómararitarar á Íslandsmóti

Okkur vantar fólk til að rita fyrir dómara á Íslandsmóti yngri flokka 25.-28. júní n.k. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  með upplýsingum um nafn, símanúmer og hvaða daga þið getið verið. Tökum öll þátt í að gera þetta mót sem glæsilegast :)


Skráning Harðarfélaga á Íslandsmót yngri flokka

raudur tolt litilÍslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 25.-28. júní n.k. Hvert hestamannafélag fyrir sig sér um skráningu sinna félagsmanna.

Skráning Harðarfélaga á mótið verður í Harðarbóli miðvikudaginn 10. júní kl. 20-22 og einnig í síma 5668282 á sama tíma. Skráningargjald er kr. 3.500 á grein og skal greiðast við skráningu.

Nánar...

Fyrri dagur á gæðingamóti Harðar

Gæðingamót Harðar hófst í morgun í blíðskaparveðri með forkeppni í B- flokki. Grettir Jónasson átti stórgóða sýningu á Gusti frá Lækjarbakka í flokki atvinnumanna og hlaut í einkunn 8,67. Í flokki áhugamanna stendur efstur Hallgrímur Óskarsson á Dróma frá Reykjakoti.

Í A- flokki gæðinga, atvinnumannaflokki, átti Súsanna Ólafsdóttir frábærar sýningar á stóðhestunum sínum. Óttar frá Hvítárholti sem hingað til hefur verið þekktari fyrir að gera það gott í B-flokki er lang efstur eftir forkeppni með einkunnina 8,77. Hyllir frá Hvítárholti er svo í öðru sæti með 8, 50. Í flokki áhugamanna stendur Leó Hauksson efstur á Þrumugný frá Hestasýn.

Nánar...

Íþróttamót Harðar

Minni á skráningu á opna Íþróttamót Harðar sem verður einungis í kvöld frá kl 20-22 í Harðarbóli. Einnig er hægt að skrá sig í síma 566-8282 gegn símgreiðslu.

 

Kv. Mótanefnd Harðar