Hestamyndir
- Nánar
- Flokkur: Aðsent
- Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 30 2008 13:03
- Skrifað af Super User
Þar er hægt að finna þúsundir hestamynda frá mörgum mótum
og keppnum, þar á meðal myndir frá Íslandsmótinu í Víðidal.
Þar er hægt að finna þúsundir hestamynda frá mörgum mótum
og keppnum, þar á meðal myndir frá Íslandsmótinu í Víðidal.
Nokkrar myndir frá árshátíðarmótinu eru komnar á netið á http://leirvogstunga.smugmug.com (veljið Hestar osfr.)
ath. Nú eru nokkrar ljósmyndir komnar frá síðustu helgi sem og myndaklippur af mótinu hér http://www.youtube.com/leirvogstunga
Frábært tækifæri að sjá tvo af okkar bestu reiðkennurum og þjálfurm landsins. Þá Anton Pál Níelsson og Atla Guðmundsson sem deila munu með okkur þekkingu sinni og reynslu á sviði hestamennsku með sýnikennslu næstkomandi föstudagskvöld 22. febrúar kl.20:00 í Reiðhöllinni Víðidal. Um árabil hafa þeir starfað við reiðkennslu, þjálfun hrossa og tamningar með frábærum árangri. Báðir eru þeir með B reiðkennararéttindi Félags Tamningamanna.
Anton er einn af aðal reiðkennurum Hólaskóla og hefur starfað þar við kennslu í mörg ár einnig hefur Atli stundað þar kennslu sem gestakennari af og til. Báðir hafa þeir getið sér gott orð sem frábærir kennarar sem ná að koma efninu vel til skila á skýran og skilmerkilegan hátt.
Þetta er án efa tækifæri sem enginn hestamaður ætti að láta framhjá sér fara hvar sem áhugasvið hans liggur í hestamennsku
FT-suður og fræðslunefnd Fáks standa að sýningunni.
Aðgangseyrir er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir skuldlausa FT- og Fáksfélaga.
Riðið verður frá Skógarhólum í Hörð, fararstjóri er LILLA okkar, sem stýrði okkur svo frábærlega í fyrra. Konur geta komið inn í ferðina t.d. í Kjósaskarði eða í Stardal sem ekki treysta sér eða vilja ríða alla leiðina. Þær sem fara alla leið þurfa 2 vel þjálfaða hesta hver, ferðin er 39.5 km. Innifalið í ferðinni er kjarngóður morðunverður, allt nesti til ferðinar, hressing í Kjós og glæsilegur kvöldverður í ferðarlok að hætti hinnar einu sönnu Gunnu í Dalsgarði.
Aðalfundur Félags hesthúseigenda á Varmárbakka í Mosfellsbæ verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í Harðarbóli.
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins sem sjá má á heimasíðu Hestamannafélagsins Harðar. Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum um hagsmunamál félagsins/hesthúsahverfisins.
Stjórn Félags hesthúseigenda á Vamárbökkum í Mosfellsbæ