aganefndar félags tamningamanna:
"Í samræmi við lög Félags
tamningamanna vísaði stjórn Félags tamningamanna umræddu máli til
aganefndar félagsins til að málið mætti fá faglega og viðeigandi
umfjöllun og úrlausn.
Aganefnd Félags tamningamanna hefur tekið
málið fyrir að beiðni stjórnar Félags tamningamanna og komist að
eftirfarandi niðurstöðu:
“Aganefnd Félags tamningamanna fundaði í Borgarnesi 29.11.2012 vegna
erindis frá FT þann 20.11.2012. Aganefnd hefur horft á upprunalegt
myndband óklippt og farið yfir önnur gögn málsins. Aganefnd gerir ekki
athugasemdir við framgöngu tamningamannsins og sér ekki ástæðu til
frekari íhlutunar. Það myndband sem birtist á ljósvakamiðlum er afbakað
og tekið úr samhengi, verður ekki annað séð en það sé gert til að koma
höggi á viðkomandi tamningamann.
Aganefnd Félags Tamningamanna"