Grímuball í kvöld föstudag 25.nóv.

Í kvöld 25. nóv. verður haldið Grímuball fyrir Harðarfélaga og vini í Harðarbóli.
Fólk kemur með sín drykkjarföng í malpoka. Ef einhver lumar á skemmtiatriði vinsamlega æfi sig heima.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir flottan búning, dans eða skemmtiatriði . Verður þú ein/einn af þeim flottustu?
 "Happdráttarmiðar" verða til sölu gegn mjög vægu gjaldi. Góðir vinningar. Muahaha
Húsið opnar kl 9:00 Aðgangseyrir er kr. 500. 
p.s. auglýsum eftir skífuþeytara 
Sjáumst
Dulargervinefndin

Hesthúspláss til leigu

Nú eru margir að tryggja sér hesthúspláss fyrir veturinn. Á auglýsingasíðunni hér á vefnum má finna auglýsingar fyrir m.a. hesthúspláss.

Einnig hvetjum við þá sem vilja auglýsa á vefnum að senda auglýsingu á tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

1. Vetrarmót Öryggismiðstöðvarinar 24.02.2007.

Laugardaginn 24 febrúar hefst vetrarmótaröð Harðar mótin verða eins og í fyrra þrjú talsins og verður keppt til stiga. Það er Öryggismiðstöðin sem styrkir okkur á þessu fyrsta móti og eru verðlaunin glæsileg að vanda. Keppnin hefst kl 13.00 en skráning er í félagsheimili frá kl. 11.30 - 12.30. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: 1)Barnaflokkur. 2)Unglingaflokkur. 3)Ungmennaflokkur 4)Konur 5)Karlar 6)Meistaraflokkur.

Framkvæmdir við Leirvogstungu

Framkvæmdaraðilar í Leirvogstungu hafa sett upp upplýsingasíðu á netinu fyrir okkur hestamenn, en þeir eru allir af vilja gerðir að gera framkvæmdirnar eins léttbærar fyrir okkur og hægt er. Slóðin er hér neðst til hægri undir Leirvogstunga.

Námskeiðin hjá Sigrúnu Sig.

Nú er að hefjast önnur vika á námskeiðum hjá Sigrúnu Sig. Svo námskeiðin megi nýtast bæði knapa og hesti sem best mælir Sigrún með nokkrum breytingum á niðurröðun námskeiða. Haft hefur verið samband við foreldra vegna þess. Endilega skoðið síðu æskulýðsnefndar.