Árshátíðarmót Barnaflokkur
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, mars 02 2009 01:09
- Skrifað af Super User
Sigurvegari í barnaflokki Hrefna Guðrún Pétursdóttir
Sigurvegari í barnaflokki Hrefna Guðrún Pétursdóttir
Nú þegar líður að jólum fer hinn almenni hestamaður að huga að því að taka hesta á hús og líf fer að færast í hesthúsahverfið. Tamningamenn og -konur slá þó ekki slöku við og stunda hestamennskuna allt árið um kring. Þegar vefstjóri átti leið um hverfið snemma í haust var fólk í húsum hér og þar bæði að dytta að og lagfæra fyrir veturinn en líka að vinna í tamningatrippum sem eru allt eru auðvitað verðandi gæðingar og munu bera stolta eigendur sína um hverfið í vetur.
Í sumar var ég svo heppin að vera valin í unglingalandsliðið í hestaíþróttum sem keppti á Feif Youth Cup 2008 sem fór fram í Brunnadern í Sviss þar sem heimsmeistaramótið verður næsta sumar.
Hestamannafélagið Hörður vill endurreisa Skógarhólanefnd og hefja viðræður við Þingvallanefnd um áframhald á þeirri þjónustu sem hestamenn hafa notið á Skógarhólum. Tillaga þess efnis liggur fyrir 56. Landsþingi LH. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að Skógarhólar tengist hestamennskunni órjúfanlegum böndum og séu í þjóðbraut hestaferðalanga á Suður- og Vesturlandi.
Ef aðstaðan í Skógarhólum verði lögð niður gæti það orðið fyrsta skrefið í þá átt að umferð hrossa í þjóðgarðinum verði bönnuð. Ný Skógarhólanefnd hafi fjölþættara hlutverk en áður og um hana verði stofnað fyrirtæki líkt og Landsmót ehf..Gustarar vilja skylda alla knapa á mótum sem haldin eru á vegum LH að klæðast félagsbúningi þess félags sem keppt er fyrir. Félagsjakkinn undirstriki að knapinn sé fulltrúi félags innan Landssambands hestamannafélaga.
Í greinargerð með tillögu sem Gustur leggur fyrir 56. Landsþing LH segir að of mikið sé um að knapar klæðist búningum sem tengjast ekki þeirra félagi. Þessi þróun sé ekki til góðs. Eðlilegt sé að knapar klæðist félagsbúningi og undirstriki þannig mikilvægi hestamannafélaganna.
Í tilefni þess að formannsfrúin okkar hún Anna Björk fagnar um þessar mundir fimmtugsafmæli sínu vilja Harðarfélagar senda henni sínar bestu hamingjuóskir. Hún lengi lifi!
Annars vegar verður bókleg fræðsla um öryggismál í Ásgarði á Hvanneyri og hins vegar sýnikennsla í reiðhöllinni að Mið-Fossum. Ýmiss konar búnaður