Boðskort-Hestar
- Nánar
- Flokkur: Aðsent
- Skrifað þann Föstudagur, júní 22 2012 19:33
- Skrifað af Super User
Þau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg
Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim
fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna,
hápunkt hestamennskunnar á Íslandi. Fjöldi viðmælenda prýða þáttinn, sem verður
einkar áhugaverður fyrir hestaáhugafólk sem og hina sem langar að fræðast meira
um Landsmót og allt það sem lítur að hestamennsku hér á landi.
Helgina 8. - 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ
50 + í Mosfellsbæ.
Á mótinu verður keppt í hestaíþróttum: fjórgangi, fimmgangi og tölti. Við hvetjum
ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og sýna ykkur og ykkar hesta
.
Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.
Við hjá umhverfisnefnd viljum þakka öllum þeim sem tóku til hendinni í gær, það er ótrúlega gaman að vinna með svona stórum hóp og sannar að margar hendur vinna létt verk. Með ósk um gleðilegt og gott sumar.
Umhverfisnefnd.
Hin árlega vetrarhátíð íslenska hestsins verður haldin dagana 29. mars-1. apríl. Margt skemmtilegt verður í boði þessa daga, s.s. kynbótaferðir, hestasýningar, skrúðganga og fjölskylduhátíð. Öll fjölskyldan ætti að finna eitthvað við sitt hæfi þessa daga, fjör og gaman alla dagana.
Dagskráin er komin inn á heimasíður Hestadaga http://www.icelandichorsefestival.is/is
Kynningarmyndband hestadaga:
http://www.youtube.com/watch?v=Xh-sPtibs88&feature=youtu.be
Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks verður haldið sunnudaginn 15. apríl nk. Tilvalið að nota páskana til að æfa sig fyrir Líflandsmótið
Smellið á myndina til að stækka auglýsinguna.
Bleika töltmótið verður haldið í reiðhöllinni Víðidal á sjálfan konudaginn, 19. febrúar.
Mótið er einungis ætlað konum 17 ára og eldri. Skráningargjöldin eru frjáls framlög og renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands.
SMELLIÐ HÉR EÐA Á MYNDINA TIL AÐ SJÁ AUGLÝSINGUNA í pdf
Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Við hvetjum því knapa og áhorfendur að klæðast bleiku í tilefni dagsins og sýna samstöðu.
Sunnudaginn 12. febrúar kl:19:30 í reiðhöll hestamannafélags Harðar. Ungir á uppleið. Félag tamningamanna í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara halda sýnikennsluna: Skilja - Vilja - Velja.
Fram koma; Linda Rún Pétursdóttir, Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Ragnhildur Haraldsdóttir og James Faulkner.
Hvetjum alla hestamenn til að mæta og fylgjast með ungafólkinu. 1000 kr inn- Frítt fyrir skuldlausa FT félaga.