Skráning Harðarfélaga á Íslandsmót yngri flokka
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, júní 08 2009 00:00
- Skrifað af Super User
Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 25.-28. júní n.k. Hvert hestamannafélag fyrir sig sér um skráningu sinna félagsmanna.
Skráning Harðarfélaga á mótið verður í Harðarbóli miðvikudaginn 10. júní kl. 20-22 og einnig í síma 5668282 á sama tíma. Skráningargjald er kr. 3.500 á grein og skal greiðast við skráningu.
Boðið verður upp á keppni í öllum hefðbundnum greinum:
Barnaflokkur (13 ára á keppnisárinu og yngri): Tölt T1, fjórgangur V1 og fimi A.
Unglingaflokkur (14-17 ára á keppnisárinu): Tölt T1, fjórgangur V1, fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1 og fimi A.
Ungmennaflokkur (18-21 árs á keppnisárinu): Tölt T1, slaktaumatölt T2, fjórgangur V1, fimmgangur F1, gæðingaskeið PP1, 100 m skeið PP2 og fimi A2.
Öll keppnishross þurfa að vera
skráð í Worldfeng. Heimilt er að skrá fleiri en einn hest í hverja grein, en
komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann/hún velja einn hest til
úrslitakeppni.