Skógarhólanefnd

Hestamannafélagið Hörður vill endurreisa Skógarhólanefnd og hefja viðræður við Þingvallanefnd um áframhald á þeirri þjónustu sem hestamenn hafa notið á Skógarhólum. Tillaga þess efnis liggur fyrir 56. Landsþingi LH. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að Skógarhólar tengist hestamennskunni órjúfanlegum böndum og séu í þjóðbraut hestaferðalanga á Suður- og Vesturlandi.

Ef aðstaðan í Skógarhólum verði lögð niður gæti það orðið fyrsta skrefið í þá átt að umferð hrossa í þjóðgarðinum verði bönnuð. Ný Skógarhólanefnd hafi fjölþættara hlutverk en áður og um hana verði stofnað fyrirtæki líkt og Landsmót ehf..

Félagsjakkar

Gustarar vilja skylda alla knapa á mótum sem haldin eru á vegum LH að klæðast félagsbúningi þess félags sem keppt er fyrir. Félagsjakkinn undirstriki að knapinn sé fulltrúi félags innan Landssambands hestamannafélaga.

Í greinargerð með tillögu sem Gustur leggur fyrir 56. Landsþing LH segir að of mikið sé um að knapar klæðist búningum sem tengjast ekki þeirra félagi. Þessi þróun sé ekki til góðs. Eðlilegt sé að knapar klæðist félagsbúningi og undirstriki þannig mikilvægi hestamannafélaganna.

Afmæli

Í tilefni þess að formannsfrúin okkar hún Anna Björk fagnar um þessar mundir fimmtugsafmæli sínu vilja Harðarfélagar senda henni sínar bestu hamingjuóskir. Hún lengi lifi!

Image

Tunguvegur kynningafundur

Við höfum beðið Mosfellsbæ um að halda kynningarfund með okkur þar sem farið verður yfir fyrirhugaðan Tunguveg, einkum með tilliti til þeirra áhrifa sem hann mun hafa á starfsemi okkar hér í hesthúsahverfinu.  Hvernig hann leggst að landinu, framtíðarlausn reiðleiða og framtíðatenging við hesthúsahverfið.  Fundurinn verður haldinn mánudaginn 5.maí kl. 18.00 í Listasalnum í Kjarnanum.  Þann 6. maí verður svo haldinn almennur kynningarfundur í Hlégarði um sama málefni.

Kynbótaspjalli frestað

Spjall með Rektor Landbúnaðar Háskóla Íslands, Ágústi Sigurðssyni sem átti að vera á fimmtudaginn 28.febrúar er frestað.  Ný dagsetning auglýst síðar.  Kynbótanefnd Harðar.   

Hitaveita í hesthúsahverfið

Nú fer senn að líða að því að hitaveita verður lögð í hverfið, en stefnt er að því að framkvæmdir við lagningu stofnlagna í efra hverfið hefjist í júní (þegar við höfum flest slept) og ljúki fyrir 1.des.2007. Búast má við töluverðu raski á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur, einkum í efri hluta hverfisins, en stofnlagnir eru nú þegar komnar í neðri hlutann.

VÍS og Landbúnaðarháskóli Íslands efna til öryggisnámskeiðs í hestamennsku:

 Hvernig á að detta af baki og fleira nytstamlegt! Vátryggingafélag Íslands stendur fyrir námskeiði um öryggismál í hestamennsku í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands laugardaginn 8. mars næstkomandi á Hvanneyri og í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans að Mið-Fossum í Borgarfirði. Námskeiðið er tvíþætt og ætlað hestamönnum á öllum aldri en ekki síst þeim sem bjóða upp á hestaferðir og reiðkennslu.  

Annars vegar verður bókleg fræðsla um öryggismál í Ásgarði á Hvanneyri og hins vegar sýnikennsla í reiðhöllinni að Mið-Fossum. Ýmiss konar búnaður

Nánar...

Framkvæmdir

Nú stendur yfir vinna við kaldavatnslögn í norðanverðum Varmárhól, framkvæmdaraðili biðst velvirðingar á umferð um hesthúsahverfið en framkvæmdin við þennan enda tekur stuttan tíma. Í dag og fimmtudag er gert ráð fyrir frágangi undir lagnir og suðuvinnu þannig að umferð er afar lítil en á föstudag verður keyrt yfir lagnir og er þá einhver umferð þriggja vörubíla - þó verður hætt að keyra í síðasta lagi kl. 15.00 á föstudag. Ennfremur verður einhver umferð sömu vörubíla n.k. mánudag en einnig verður hætt í síðasta lagi kl. 15.00 þann dag. Á mánudag á framkvæmdinni að vera lokið að sinni nema minniháttar frágangi með vélum og þá við lögnina.