Vígsluhátíðin nálgast

Höllin í bygginguVígsluhátíðin nálgast óðum og enn er mikið af sjálfboðaliðum að störfum bæði við frágang innanhúss og einnig við undirbúning hátíðarinnar. Uppskera vinnunnar er að sjálfsögðu hin frábæra aðstaða sem við Harðarmenn og -konur fáum til afnota, við áhugamál okkar allra og á eftir að auka mjög á gæði vinnu við hesta okkar sem og við kennslu fyrir alla, bæði börn og fullorðna.

Vígsluhátíðin er upphaf betri tíma og vill félagið hvetja alla félagsmenn að mæta á vígsluhátíðina í hátíðarbúning Hestamannafélagsins Harðar.

Fleiri myndir af byggingavinnunni.

Innbrot í hesthús

Vefstjóra barst bréf frá Ingbjörgu Geirsdóttur í Andvara sem hún bað um að yrði birt og er hér með orðið við því. Við hvetjum Harðarfélaga til að vera á varðbergi og láta vita ef sést til grunsamlegra mannaferða.

Sæl Öll.

Það var brotist inn í hesthúsið okkar í nótt og öllum hnökkum, beisli,stangir, múlar, pískar, flatskjá, græjum, útvarp, spilari, fullt af flottu víni allt hreinsað út og það var líka farið í nokkur önnur hús í Andvara. Eru þetta sennilega hestamenn því þeir tóku fóðurbæti líka. 

Kveðja Ingibjörg

Annar dagur á Íslandsmóti

4767_93108639607_736544607_1970852_862386_nDagskrá Íslandsmótsins hófst í morgun með keppni í fimi í blíðskaparveðri. Nokkrir höfðu á orði að nú mætti alveg auka vegsemd fimikeppninnar og jafnvel þyngja æfingarnar í ljósi þess að flestir yngri knapar hafa stundað knapamerkjanám og hafa því vald á mun flóknari æfingum en keppnin býður upp á í dag. Íslandsmeistari í barnaflokki varð Birna Ósk Ólafsdóttir á Vísi frá Efri-Hömrum, í unglingaflokki stóð Arna Ýr Guðnadóttir efst á Þrótti frá Fróni efst en Guðlaug Jóna Matthíasdóttir sigraði ungmennaflokkinn á hestinum Zorro frá Álfhólum. 

Nánar...

Tilmæli vegna Íslandsmóts

Harðarfélagar eru vinsamlegast beðnir um að fjarlægja hestakerrur sínar af kerrustæðum félagsins og koma þeim fyrir annars staðar, ef unnt er, meðan á Íslandsmóti stendur eða dagana 25. - 28. júní n.k.,  svo mótsgestir eigi hægara um vik að komast að með sínar kerrur. Einnig þætti okkur vænt um að allir hjálpist að við að hafa eins snyrtilegt í kringum okkur og hægt er.

Með góðri kveðju,

Mótsstjórn

Fyrsti dagur Íslandsmóts

Þessa dagana iðar allt af lífi í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ en þar fer fram Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum sem væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum. Fyrsti keppnisdagur af fjórum er nú liðinn en mótið hófst með keppni í fjórgangi. Allt fór fram eins og best verður á kosið, keppendur riðu prúðmannlega og áhorfendur stóðu sig vel í klappliðinu á  milli þess sem þeir úðuðu í sig dýrindis veitingum. Veðrið var keppendum og áhorfendum nokkuð hliðhollt því þrátt fyrir að það rigndi af og til var hlýtt í lofti og lítill vindur.

Margar stórgóðar sýningar sáust og gáfu tilþrif hinna ungu knapa, eldri knöpum ekkert eftir. Glæsilegustu sýningu dagsins og hæstu einkunnina, hvorki meira né minna en 7,30, átti Rakel Nathalie Kristinsdóttir á stóðhestinum Vígari frá Skarði. Vígar er greinilega í feiknaformi og verður erfitt að toppa þau Rakel í úrslitunum á sunnudag. En það er aldrei neitt gefið eftir og enginn öruggur með sæti fyrr en spurt hefur verið að leikslokum.

Föstudaginn 26. júní hefst keppni með Fimi barna og unglinga kl. 10. Eftir hádegi tekur svo við keppni í tölti og má vænta þess að ekki verði minna um tilþrif þar en í fjórganginum. Við bjóðum alla hestaunnendur velkomna í áhorfendabrekkuna í Mosfellsbænum og lofum frábærri skemmtun næstu þrjá dagana.

Fundur vegna Íslandsmóts

Miðvikudaginn 24. júní kl. 20 bjóðum við öllum þeim sem ætla að sinna sjálfboðavinnu á Íslandsmótinu að líta við í Harðarbóli til að sýna sig og sjá aðra og til að sækja sér upplýsingar ef eitthvað er óljóst. Makkerinn reiðir fram dýrindis pottrétt handa þeim sem mæta.

Mótsstjórn

Keppendalisti á Íslandsmóti yngri flokka

Hér kemur listi yfir þá keppendur sem hafa skráð sig til leiks á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna. Vinsamlegast athugið að þetta eru ekki ráslistar.  Mikilvægt er að keppendur fari yfir sínar skráningar og komi leiðréttingum strax í dag eða á morgun laugardag til mótsstjóra á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Ekki verður hægt að breyta um hönd eftir að ráslistar hafa verið gefnir út. 

 

Nánar...