Hófapressan

Loksins er búið að opna sér Íslenskan myndbanda, samskiptavef sem er sérhannaður fyrir hestaheiminn. Vefurinn ber nafnið www.hofapressan.is og er að öllu leiti frír. Í stað þess að upploda myndböndum (video) inn á Youtube eða sambærilega vefi þar sem hestamyndböndin (videoin) hreinlega tínast í allri myndbandaflórunni þá er Hófapressan lausnin. Allir netþjónar/serverar Hófapressunnar eru hýstir hér á landi sem gerir vefinn mjög hraðvirkan bæði í áhorfi og svo ekki sé talað um (upload) á myndböndum.


Nánar...

Smáauglýsing

Er með laus pláss í hagagöngu í haust, 2.500 kr. pr.mán. án gjafar en m/gjöf
kr. 6.500. Er í Flóahreppi 15 km. austar en Stokkseyri og 20km. neðar en
Selfoss. Hafið samband í s: 867-6179 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sveina
Brimi, Flóahreppi

Bolir til styrktar landsliðinu í hestaíþróttum

Lífland og LH hafa tekið höndum saman og hrundið af stað fjáröflun fyrir landsliðið okkar sem keppir í Sviss í ágúst.  Bolir hafa verið hannaðir og prentuð á þá númer sem dregið verður úr þegar landsliðið verður formlega kynnt í júlí.

Vinningarnir eru hinir glæsilegustu m.a flugferð til Evrópu með Iceland Air, einkatímar hjá reiðkennurum, fataúttektir í Líflandi að verðmæti 20.000, fóður, hestabækur, bíómiðar, reiðtygi og ótal margt fleira.  Sala á bolunum hefst á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks sem fram fer nú um helgina.  Bolirnir verða meðal annars seldir í verslunum Líflands í Reykjavík og á Akureyri, í versluninni Baldvin og Þorvaldur á Selfossi og Knapanum í Borgarnesi.

Kveðja, starfsfólk Líflands

Steikarhlaðborð í Víðidalnum

Nú er rétti tíminn til að bregða sér bæjarleið á fjörugum fákum enda vor í lofti og bjart fram eftir kvöldi.

Björn Baldursson fyrrum Harðarfélagi og veitingamaður í Reiðhöllinni í Víðidal býður upp á steikarhlaðborð í reiðhöllinni þann 30. maí n.k. Veislan hefst kl. 18 og stendur til kl. 22 og er hægt að koma hvenær sem er á þeim tíma í hlaðborðið. Borð munu svigna undan kræsingum og verðinu er stillt í hóf, aðeins 1.890kr á manninn. Gott er að láta vita fyrirfram um mætingu svo allir fái nú örugglega nóg, sérstaklega ef um hópa er að ræða. Síminn hjá Birni er 8961250.

Kirkjureið í Seljakirkju

Næsta sunnudag, 3. maí, verður hin árlega kirkjureið í Seljakirkju. Guðsþjónustan byrjar á sínum hefðbundna tíma kl. 14. Séra Valgeir Ástráðsson prédikar og annast guðsþjónustuna. Brokkkórinn undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar syngur ásamt kór Seljakirkju. Jón Bjarnason leikur á orgelið.

Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum kl. 13:
- Í Víðidal hjá skiltinu
- Í Gustshverfi við reiðskemmuna
- Hóparnir hittast við Heimsenda.

Við kirkjuna verður vandað gerði með gæslu og að lokinni guðsþjónustunni verður gengið í safnaðarsalinn þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Tökum þátt í góðum reiðtúr af góðu tilefni!

FEIF Youth camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. – 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.

Nánar...

Líflandsmót

Opna Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 19.apríl. Skráning verður í Reiðhöllinni þriðjudaginn 14.apríl milli kl. 18 og 20. Einnig verður tekið við skráningum á sama tíma í síma 567 0100 og 897 4467. Eftir þennan tíma verður ekki tekið við skráningum. Skráningargjaldið er kr. 2.500 á grein og einungis er leyfilegt fyrir hvern knapa að skrá einn hest í hverja grein. Ekkert skráningargjald er fyrir polla.

Nánar...

Árshátíðarmót Harðar

Árshátíðarmót HarðarÁrshátíðar mót Harðar verður haldið að Varmárbökkum þann 28 febrúar kl 13.00Keppnin verður með hefðbundnu sniði og er mótið það fyrsta af þremur í mótaröðinni.Ein nýbreytni verður í ár en þar keppni í konur 2 og karlar 2  en þessir flokkar eru hugsaðir fyrir minni keppnisvana.Skráning verður í félagsheimili Harðar og hefst hún kl 11.00. Keppnisröð er eftirfarandi: Konur 1, Konur2, Pollar,Börn , Unglinga, Ungmenni, Karlar 1, Karlar 2, Atvinnumenn .

 

Nánar...