Halldór útnefndur íþróttamaður Harðar!

f2aa8ff Á nýafstaðinni árshátið Hestamannafélagsins Harðar var Halldór Guðjónsson útnefndur íþróttamaður Harðar fyrir árið 2006. Halldór stundar í vetur nám við Reiðkennaradeild Hólaskóla. Til hamingju Halldór, með ósk um áframhaldandi árangur á árinu.

ÁRSHÁTÍÐ ÁRSHÁTÍÐ ÁRSHÁTÍÐ

Árshátíð Harðar verður haldin laugardaginn 17.mars í Hlégarði. Ræðumaður og veislustjóri verður Freyr Eyjólfsson. Hljómsveitin Síðasti sjéns sem sló í gegn á síðasta landsmóti leikur fyrir dansi. Miðasala í Harðarbóli laugardagana 3. og 10 mars frá kl. 14.00 til 16.00. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 566 8282 (visa-euro) Miðaverð 5.500 kr. eftir miðnæti 2.000 kr.
Nánari upplýsingar: Anna Björg 896 5407, Anna Björk 894 5103 og Ragga 822 5660

Úrslit 1. vetrarmóts Harðar

Pollaflokkur

Einar Þór Brynjarsson á Grána
Kolbrún Gréta á Njáli
Ósk Hauksdóttir á Klakk
Stefanía Vilhjálmsdóttir á Garp


Barnaflokkur

1. Margrét Sæunn Axelsdóttir á Bjarma
2. Katrín Sveinsdóttir á Hæringi
3. Auðunn Hrafn Alexandersson á Fagrablakk
4. Hrefna Guðrún Pétursdóttir á Blesa
5. Gylfi Björgvinsson á Atlas

Unglingaflokkur

1. Leó Hauksson á Baldvin
2. Sara Rut Sigurðardóttir á Úlfi
3. Sigurgeir Jóhannsson á Frosta
4. Arnar Logi Lúthersson á Frama
5. Rut Margrét Guðjónsdóttir á Frey

Ungmennaflokkur

1. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Lunda
2. Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir á Aríu
3. Jón Ottesen á Spítu
4. Ragnhildur Haraldsdóttir á Nóa
5. Gunnar Már Jónsson á Hrapp

Kvennaflokkur

1. Berglind Inga Árnadóttir á Font
2. Ásta Björk Bigisdóttir á Villirós
3. Magnea Rós Axelsdóttir á Rúbín
4. Ingibjörg Svavarsdóttir á Erp
5. Anna Bára Ólafsdóttir á Skugga

Karlaflokkur

1. Ingvar Ingvarsson á Dagfinni
2. Vilhjálmur Þorgrímsson á Sindra
3. Gunnar Valsson á Negró
4. Jónas Guðmannsson á Ástareldi
5. Úlfar Guðmundsson á Komma

Meistaraflokkur

1. Kristján Magnússon á Gusti
2. Reynir Örn Pálmason á Sókrates
3. Þorvarður Friðbjörnsson á Hring
4. Jóhann Þór Jóhannesson á Von
5. Alexander Hrafnkellsson á Gormi

Námskeið fyrir konur sem vantar kjark!

Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari heldur námskeið eingöngu ætlað konum. Námskeiðið er 8 skipti og kostar 12.000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 18.000 fyrir aðrar. Kennt er tvisvar í viku, í vikulok, og hefst námskeiðið 2. mars. Nánara form verður ákveðið í samráði við nemendur.
Skráning og upplýsingar hjá Hönnu í síma 699 2883 eða hanna73 @ simnet.is.

1. Vetrarmót Öryggismiðstöðvarinar 24.02.2007.

Laugardaginn 24 febrúar hefst vetrarmótaröð Harðar mótin verða eins og í fyrra þrjú talsins og verður keppt til stiga. Það er Öryggismiðstöðin sem styrkir okkur á þessu fyrsta móti og eru verðlaunin glæsileg að vanda.
Keppnin hefst kl 12.45 en skráning er í félagsheimili frá kl. 11.30 - 12.30.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Kl 12.45 pollaflokkur (ekki keppt til stiga).

1)Barnaflokkur.
2)Unglingaflokkur.
3)Ungmennaflokkur
4)Konur
5)Karlar
6)Meistaraflokkur.

Reglur um vetrarmót

1) Keppnin er riðin á stóra hringvellinum á vinstri hönd.

2) Ef fjöldi keppenda í flokki er fleiri en 12 skal skipt í hópa.

3) Hvernig skal riðið? A) Hægt tölt B) frjáls ferð.

4) Miðað er við tvo hringi hægt og tvo í frjálsri ferð dómari lengir prógram ef þurfa þykkir.

5) Úrslit eru riðin á vinstri hönd fjöldi í úrslitum er 5 -8 miðað er við sama prógram og í forkeppni og getur dómari lengt prógram ef þurfa þykkir.

6) 5 efstu fá verðlaun og stig sem gilda í heildarkeppni 3 vetrarmóta.

7) Keppendur í pollaflokki skulu teymdir.

Sprettur - upphitun fyrir landsmót

spretturÞau skötuhjú Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir ferðast um landið í júní og taka hús á nokkrum af þeim fjöldamörgu einstaklingum sem eru að undirbúa sig fyrir Landsmót hestamanna, hápunkt hestamennskunnar á Íslandi. Fjöldi viðmælenda prýða þáttinn, sem verður einkar áhugaverður fyrir hestaáhugafólk sem og hina sem langar að fræðast meira um Landsmót og allt það sem lítur að hestamennsku hér á landi.

Nánar...

Úrslitakvöld Stable-Quiz

Nú er komið að loka - og úrslitakvöldinu á Spurningakeppni hestamannafélaganna "Stable-quiz" en Fimmtudaginn 18.apríl mætast Fákur og Hörður og keppa um farandbikarinn fína.
Spáð er harðri og skemmtilegri keppni en í liðunum er fólk sem eru nánast nördar þegar að kemur að ættfræði hrossa og árangri hesta í brautinni í gegnum tíðina, einnig eru í liðunum fólk sem að veit ýmislegt um allskonar hluti sem eru mjög sértækir og sérstakir svo ekki sé nú meira sagt!
Húsið opnar kl 20:30 og keppnin hefst kl 21:00.

Komdu og skemmtu þér með okkur og styrktu stækkunarsjóð Harðarbóls um leið.

sjáumst Nefndin

Keppnin er styrkt af Líflandi, Prjónastofunni Kidka, Ullmax, Ástund og Á Fáksspori.

2. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ

2. Landsmót UMFÍ 50+Helgina 8. - 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ.

Á mótinu verður keppt í hestaíþróttum: fjórgangi, fimmgangi og tölti. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og sýna ykkur og ykkar hesta Cool.

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

Nánar...