STABLE-QUIZ spurningakeppni hestamannafélaganna 2013

Sl fimmtudagskvöld kepptu Sörli og Fákur í Stable-quiz í Harðarbóli og Fákur vann með 3 stiga mun eftir harða og sprenghlægilega keppni, við óskum þeim Hilmari, Sögu og Loga sem og öllum félagsmönnum Fáks til hamingju með það og við erum full tilhlökkunnar að fylgjast með úrslitunum sem verða fimmtudaginn 18.apríl enda var það mál manna að keppnin sl fimmtudag hefði verið ótrúlega skemmtileg. Við þökkum líka frábæru liði Sörla fyrir skemmtunina en Finnur Bessi, Maggi formaður og Siggi Ævars fóru hreinlega á kostum.
En nk fimmtudag 11.apríl eigast við Hestamannafélagið Hörður og Hestamannafélagið Sprettur og opnar húsið kl 20:30. Margir ætla að leggja leið sína á þennann mannfagnað svo mætið tímanlega til að fá sæti!

Keppnin hefst kl 21:00


sjá facebooksíðu keppninnar http://www.facebook.com/events/433524343407333/
Ekki missa af þessu!
Nefndin.