Hreinsunardagurinn 25.apríl og tiltekt í kringum húsin okkar

Minnum á hreinsunardaginn á sumardaginn fyrsta. Einnig minnum við fólk á að taka til í kringum húsin hjá sér. Mikið hefur borið á plasti fjúkandi um hverfið og einnig er plast að slást á rúllum sem eru í hverfinu og hross hafa fælst út af því. Hvetjum fólk til að huga vel að þessu.