Myndbandið klippt til að koma höggi á tamningamanninn

Það fór ekki fram hjá neinum að ung tamningastúlka var tekin fyrir og mannorð hennar dregið um forina nú fyrir stuttu í tengslum við myndband sem birt var á netinu. Þetta mál verður vonandi til þess að menn dragi andan áður en þeir leggjast í heiftuga fordóma gagnvart meðbræðrum sínum og systrum. Ég vona að þessi sýknun fái jafn mikla athygli og dreyfingu og fyrri hluti málsins, en eftirfarandi er niðurstaða

Nánar...

Félagsvinna á Landsmóti - frímiðar

Ákveðið hefur verið, eftir tilmæli frá Landsmót ehf, að bjóða þeim sem taka að sér 3 vaktir í sjálfboðavinnu á Landsmótinu frímiða á Landsmót. Hörður kaupir miðann og býður viðkomandi á mótið. Hörður fær svo áfram 1.500 kr. í styrk frá Landsmót fyrir hverja unna klukkustund félagsmanna. Þeir sem þegar hafa keypt miða fá hann endurgreiddan hjá Herði taki þeir að sér 3 vaktir.  Þetta er létt og skemmtileg vinna sem veitir innsýn í innviði Landsmóts. Starfsmenn frá fríar máltíðir í mötuneyti starfsmanna á meðan þeir eru í vinnu. Ragna Rós sér um skráningarnar í síma 866 3961.

Þolreiðarkeppni á Landsmót

Þolreið á Landsmóti, Landsmót hefur skipulagt þolreið á landsmót í samvinnu við Laxnes. Þolreiðin verður laugardaginn 30.júní og verður riðið frá reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ inn á Landsmótssvæðið í Víðidal. Leiðin er um 14 km löng. Keppt verður í ungilnga og fullorðins flokki. Verðlaunaafhending verður á aðal Landsmótsvellinum eftir hádegi á Laugardaginn. Allir þáttakendur fá verðlaunapening fyrir þáttökuna, þrír efstu í hverjum flokki fá veglega bikara og fyrsta sætið í hverjum flokki fær flugmiða til Evrópu með Iceland Express. Sjá betur á heimasíðu LH http://www.lhhestar.is/

Umferðareglur fyrir hestamenn

Í þéttbýli.

1.     Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.

2.     Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).

3.     Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.

4.     Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.

5.     Lausir hundar eru ekki leyfilegir á .

Nánar...

Ógreidd gjöld vegna námskeiða ofl.

Enn eru nokkrir sem skulda félaginu félagsgjöld og námskeiðsgjöld. Þar sem nú fer að líða að því að beitarstykkjum verður úthlutað og stóru mótin að byrja viljum við vekja athygli á því að félagar verða að vera skuldlausir við félagið til að geta tekið þátt í mótum og fengið beitarhólf. 

Umgengisreglur hestamanna

 Sleppitúrar og ferðalög.

Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þannig að henni verði ekki spillt.

Á ferð um landið sýnum við landeiganda og öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virðum hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, fylgjum leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og

Nánar...

Dagskrá Lífstöltsins 2012

10:00 - Mótsetning - Sigríður frá Lífi

10:05 - Meira vanar

11:00 - Byrjendaflokkur

12:00 - 12:30 - Matarhlé

12:30-13:20 - Minna vanar

13:25-14:00 - Opinn flokkur

14:00 - 14:45 - Hulda Gústafsdóttir heldur tölu og fer fyrir skrautreið - Brjóstamjólkurreið - keppni

14:45 - B Úrslit

Meira vanar

Byrjendur

Minna vanar

15:45 - uppboð (Helma art) - dregið í happdrætti

16:00 - A úrslit

Meira vanar

Byrjendur

Minna vanar

Opinn flokkur

 

Smelltu á "Lesa meira" til að sjá ráslista


Nánar...

SKRÁNING HAFIN Í FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA 2012:

Riðið verður frá Skógarhólum í Hörð, fararstjóri er LILLA okkar, sem stýrði okkur svo frábærlega í fyrra. Konur geta komið inn í ferðina t.d. í Kjósaskarði eða í Stardal sem ekki treysta sér eða vilja ríða alla leiðina. Þær sem fara alla leið þurfa 2 vel þjálfaða hesta hver, ferðin er 39.5 km. Innifalið í ferðinni er kjarngóður morðunverður, allt nesti til ferðinar, hressing í Kjós og glæsilegur kvöldverður í ferðarlok að hætti hinnar einu sönnu Gunnu í Dalsgarði. 

Nánar...