Fyrri dagur á gæðingamóti Harðar

Gæðingamót Harðar hófst í morgun í blíðskaparveðri með forkeppni í B- flokki. Grettir Jónasson átti stórgóða sýningu á Gusti frá Lækjarbakka í flokki atvinnumanna og hlaut í einkunn 8,67. Í flokki áhugamanna stendur efstur Hallgrímur Óskarsson á Dróma frá Reykjakoti.

Í A- flokki gæðinga, atvinnumannaflokki, átti Súsanna Ólafsdóttir frábærar sýningar á stóðhestunum sínum. Óttar frá Hvítárholti sem hingað til hefur verið þekktari fyrir að gera það gott í B-flokki er lang efstur eftir forkeppni með einkunnina 8,77. Hyllir frá Hvítárholti er svo í öðru sæti með 8, 50. Í flokki áhugamanna stendur Leó Hauksson efstur á Þrumugný frá Hestasýn.

Nánar...

Íþróttamót Harðar

Minni á skráningu á opna Íþróttamót Harðar sem verður einungis í kvöld frá kl 20-22 í Harðarbóli. Einnig er hægt að skrá sig í síma 566-8282 gegn símgreiðslu.

 

Kv. Mótanefnd Harðar

Hausttamningar

Nú þegar líður að jólum fer hinn almenni hestamaður að huga að því að taka hesta á hús og líf fer að færast í hesthúsahverfið. Tamningamenn og -konur slá þó ekki slöku við og stunda hestamennskuna allt árið um kring. Þegar vefstjóri átti leið um hverfið snemma í haust var fólk í húsum hér og þar bæði að dytta að og lagfæra fyrir veturinn en líka að vinna í tamningatrippum sem eru allt eru auðvitað verðandi gæðingar og munu bera stolta eigendur sína um hverfið í vetur.

 

  

Nánar...

FEIF Youth Cup 2008

 

Í sumar var ég svo heppin að vera valin í unglingalandsliðið í hestaíþróttum sem keppti á Feif Youth Cup 2008 sem fór fram í Brunnadern í Sviss þar sem heimsmeistaramótið verður næsta sumar.


Image

Nánar...