Fyrri dagur á gæðingamóti Harðar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Laugardagur, júní 06 2009 22:51
- Skrifað af Super User
Gæðingamót Harðar hófst í morgun í blíðskaparveðri með forkeppni í B- flokki. Grettir Jónasson átti stórgóða sýningu á Gusti frá Lækjarbakka í flokki atvinnumanna og hlaut í einkunn 8,67. Í flokki áhugamanna stendur efstur Hallgrímur Óskarsson á Dróma frá Reykjakoti.
Í A- flokki gæðinga, atvinnumannaflokki, átti Súsanna Ólafsdóttir frábærar sýningar á stóðhestunum sínum. Óttar frá Hvítárholti sem hingað til hefur verið þekktari fyrir að gera það gott í B-flokki er lang efstur eftir forkeppni með einkunnina 8,77. Hyllir frá Hvítárholti er svo í öðru sæti með 8, 50. Í flokki áhugamanna stendur Leó Hauksson efstur á Þrumugný frá Hestasýn.