Hundahald í hesthúsahverfinu.

 
Mikið hefur borið á lausum hundum í hesthúsahverfinu undanfarið og hafa hestar fælst vegna þess.  Hér er bent á reglur er varða hundahald á svæðinu og verðum við að fylgja þeim, hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Fólk er hvatt til að hafa hundana sína bundna og það er ALGJÖRLEGA bannað að fara með hundana með sér lausa í reiðtúr.  Hundaeftirlitsmaður verður á svæðinu næstu daga til að fylgja þessu eftir.  
 
Hundahald á svæðinu.
8.gr.

Gæta skal þess að hundar á svæðinu valdi ekki slysahættu, fæli hesta eða
valdi nágrönnum ónæði. Hundar eiga alltaf að vera undir eftirliti eiganda, sbr.
samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.

Komi í ljós að eigandi hafi ekki stjórn á hundi sínum hvað þessi atriði
varðar skal hætta að koma með hundinn inn á svæðið.