Námskeið: Hæfileikar hrossa

 - Endurmenntun LbhÍ býður fram námskeið í kynbótadómum í samstarf við Hrossaræktarsamtök Suðurlands.

Markmið: Markmið með námskeiðinu er að nemendur fræðist um hæfileika hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt. Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum toga verða notuð sem dæmi.  Hámarksfjöldi þátttakenda 23.

Kennarar: Eyþór Einarsson og Valberg Sigfússon, kynbótadómarar.

Stund og staður:  Sun. 13. mars, kl. 9:30 - 16:30 (8,5 kennslustundir), Harðarhöllin í Mosfellsbæ

Nánar...

Tryggingar

Þegar áföll eins og bruninn í sl. viku dynur yfir þá vekur það okkur til umhugsunar hvort hægt sé að tryggja sig betur. Harðarfélaginn Hákon, tók saman upplýsingar fyrir okkur hvað við þurfum að huga að við tryggingar hesthúsa og lausafjár. 

Brunatrygging húseigna
Brunatryggingin er lögboðin trygging húseigna sem bætir tjón vegna eldsvoða. Vátryggingafjárhæð miðast við brunabótamat sem Fasteignamat ríkisins ákveður. Matið getur verið gamalt og of lágt.  Í slíkum tilvikum er tvennt í stöðunni:  Að óska eftir endurmati eða kaupa Viðbótarbrunatryggingu.  Vátryggingafjárhæðin á að miðast við hvað kosti að endurbyggja húsið á sama stað, en á ekki að endurspegla markaðsverðmæti.  Brunatryggingin bætir húsið sjálft auk fastra innréttinga, eldavéla, snyrtinga, raf- skólp – og hitalagna auk kostnað vegna hreinsunar brunarústa og nýrra teikninga ef með þarf.

Lausafjártrygging

Nánar...

Ertu að skipuleggja hestaferð í sumar?

thumb_auglysingseljaland

Hvernig væri að skella sér á Vesturlandið og ríða í Dalina.  Ábúendur að Seljalandi í Hörðudal ætla að taka á móti fólki og hestum í allt sumar. Eru með svefnaðstöðu fyrir allt að 12-16 manns inni, og einnig er tjaldsvæði með snyrtingum og vaskaborði til uppþvotta.

Hægt er að panta með fyrirvara kjötsúpu eða grill fyrir þreytta ferðalanga, uppábúin rúm og morgunmat.

Nánari upplýsingar í síma: 894 2194 / 434 1116 eða í netfangi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Níels Sigurður og Ragnheiður. 

Helgi Björns og reiðmenn vindanna

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna

Helgi Björns og reiðmenn vindanna munu spila á afmælishátíð Gamla Kaupfélagsins á írskum dögum á Akranesi föstudaginn 2.júlí (aðgangur ókeypis í tilefni afmælisins) og einnig laugardaginn 3. júlí. Miðar í forsölu kr. 1000.- eða ... sjáið tilboðið með því að smella á myndina.

Harðarkonur

Næstkomandi föstudag 30.apríl ætlum við að taka hestabíl frá Naflanum inn í Fák, þar sem við ætlum að ríða með Fákskonum á móti Gustkonum og aftur til baka í Fák þar sem bílinn mun ná í hestana. Bíllinn leggur af stað frá Naflanum kl 17.30 og við munum síðan leggja af stað frá Fáki kl. 18:30. Verð fyrir bílinn er 1.000 kr. á hestinn. Allar Harðarkonum velkomnar.

Skráning er hjá Sveinu í S.867-6179 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvennadeild Harðar

Reiðleið um Hellisheiði

Reiðleiðir um Hellisheiði Séu einhverjir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu svo lánsamir að vera með fullfrísk hross og hyggja á sleppitúra á næstunni þ.e. um Hellisheiði þá eru nokkur atriði að varast. Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð hefur tafist frá því sem upphaflega var áætlað. Framkvæmdum við virkjunina lýkur 2011, en við Hellisheiðaræð í ág. – sept. 2010.

Nánar...

Hlustaðu á sönginn

Hinn frábæri kór söngelskra hestamanna og hestaunnenda, Brokkkórinn, heldur tónleika laugardaginn 24. apríl n.k. ásamt Borgarkórnum og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar. Tónleikarnir eru í Fella- og Hólakirkju og hefjast kl. 17.  Stjórnendur kóranna eru Magnús Kjartansson og Gróa Hreinsdóttir. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000 (frítt fyrir 12 ára og yngri). Allir velkomnir.

Harðarkonur - Harðarkonur

Við höfum fengið boð frá Andvarakonum um Golureið.  þeir sem hafa áhuga endilega skrá sig hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Kvennadeildin verður ekki með neina skipulagðar bílferðir að þessu sinni.  

Lagt verður af stað frá félagsheimili Andvara kl. 18:30 og sameiginleg reið við allra hæfi (einhesta!). Stjórn félagsins hittir okkur í reiðinni með glaðning.

Að reið lokinni verður boðið upp á kvöldverð í félagsheimilinu (innifalið í þáttökugjaldinu – skráning hjá
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) og drykki á vægu verði.
Hinn landskunni Sjonni Brink sér um brjálað stuðball og karlar eindregið hvattir til að mæta eftir kl. 23:30 og tjútta með okkur stelpunum.

Þátttökugjald: kr. 1.500 með mat.

Konur vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudag 5. maí í síma 6975000 eða e-mail:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo allar fái nóg í gogginn.
 

 

Smalamót Harðar

Laugardaginn 6.febrúar, kl.14 verður haldið smalamót í reiðhöllinni og þar verða veitt verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sæti í barna-, unglinga-, ungmenna- og fullorðinsflokkum. Markmiðið í þeirri keppni er að fá sem fæstar fellur í þrautunum sem þar verða settar upp á sem stystum tíma.Skráningar fara fram á föstudaginn næstkomandi í reiðhöllinni, milli 18 og 20. Ekkert skráningargjald. ATH. opið verður fyrir æfingar á föstudaginn eftir kl.20.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Nefndin