- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 09 2011 13:58
-
Skrifað af Super User
Smalamót Harðar sem haldið var um síðustu helgi heppnaðist frábærlega vel. Mótið var skemmtilegt og áhorfendavænt. Á annað hundrað manns mættu á þetta góðgerðarmót, en eitt af markmiðum mótsins var að safna í sjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Á þeim tveim tímum sem mótið stóð söfnuðust 146.581.- krónur sem búið er að afhenda styrktarfélaginu. Eins og áður hefur komið fram stóðu tvær ungar stelpur, þær Súsanna Katarína Guðmundsdóttir og Harpa Sigríður Bjarnadóttir fyrir mótinu og eiga þær allan heiðurinn af þessari uppákomu.