Umgengni hestamanna á reiðstigum og á áningarstöðum í Mosfellsdalnum

Mikið hefur borið á því að fólk skilji eftir sig tómar dollur og flöskur á áningastöðum og á reiðstígum í Mosfellsdalnum eftir helgar.  Það er algjörlega óásættanlegt að fullorðið fólk ætlist til að aðrir taki til eftir það og því er ætlast til að fólk skilji ekkert eftir sig á áningastöðum eða á reiðstígum.