Þakkir til Harðarfélaga

Kæru Harðarfélagar.  Stjórn Harðar langar að þakka ykkur fyrir ykkar þáttöku í Hestadögum í Reykjavík.  Við opnun Hestadaganna í Reykjavík áttum við flotta fulltrúa yngri kynslóðarinnar, sem fylgdu Borgarstjóra Reykjavíkur. Opna húsið á föstudeginum tókst frábærlega, þar sem mörg börn fengu að fara á hestbak og kjötsúpan rann ljúflega niður.  Í skrúðreiðinni um miðborg Reykjavíkur á laugardeginum átti Hörður fjölmennasta hópinn.  Þau börn og unglingar sem tóku þátt í Æskan og hesturinn eiga heiður skilið fyrir þeirra þátttöku svo og foreldrar og forráðamenn þeirra.