Jólafjör laugardaginn 7. desember 2013
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, desember 02 2013 10:39
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hittumst í félagsheimilinu Harðarbóli laugardaginn 7. desember kl. 13:00 (ath breytt tímasetning, var áður auglýst kl. 11 og verður því ekki farið saman að sækja jólatréð. Það verður komið í reiðhöllina). Þar fáum við okkur heitt kakó og piparkökur, ásamt því að útbúa skraut á jólatré í reiðhöllinni og gera jólapakka fyrir hestana okkar, við ljúfa jólatónlist. Förum svo öll saman í reiðhöllina þar sem jólamarkaður Harðar verður í gangi og skreytum tréð. Áætlað er að vera búin um kl. 15:00.
Jólaball Harðar verður svo laugardaginn 28. desember kl. 15:00 í reiðhöllinni og verður þá gengið og riðið í kringum jólatréð (þeir sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið). Jólaballið nánar auglýst síðar.
Æskulýðsnefnd Harðar
Fylgist með okkur á Facebook: Æskulýðsstarf í Herði