Dreyfingu á Harðarbókinni að ljúka.

Þeir sem keyptu bókina í forsölu ættu næstum allir að vera búnir að fá sína bók.  Enn á þó eftir að koma nokkrum til skila og er það vegna þess að fólk hefur ekki verið heima þegar komið hefur verið með bókina.  Reynt verður að koma henni næstu daga í réttar hendur.

Einnig er hægt er að hringja í undirritaða til að nálgast bókina.

Jóna Dís Bragadóttir s. 8616691

Auglýsi eftir hesthúsaplássum !!

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir sjö hesthúsaplássum eftir áramót fyrir nemendur í Reiðmanninum sem eru eftirtaldar helgar:

17.-19. janúar 2014

7.-9. febrúar 2014

7.-9. mars 2014

28.-30. mars 2014

 

Nánari upplýsingar í síma 852 8830 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Jólamarkaður 07.des.

Kæru Harðarfélagar og nærsveitungar.

Munið jólamarkaðinn á morgun í reiðhöllinni frá kl 11:00 - 18:00. Brjáluð jólastemming verður hjá æskulýðsnefndinni, krakkarnir ætla að setja upp jólatré og skreyta það. Heitt súkkulaði og vöfflur m/rjóma verður til sölu í félagsbásnum sem og bókin Saga Harðar. Þeir félagar sem keyptu bókina í forssölu geta nálast bókina á jólamarkaðinum á morgun. Hlökkum til að sjá ykkur.

Jólafjör laugardaginn 7. desember 2013

Hittumst í félagsheimilinu Harðarbóli laugardaginn 7. desember kl. 13:00 (ath breytt tímasetning, var áður auglýst kl. 11 og verður því ekki farið saman að sækja jólatréð. Það verður komið í reiðhöllina). Þar fáum við okkur heitt kakó og piparkökur, ásamt því að útbúa skraut á jólatré í reiðhöllinni og gera jólapakka fyrir hestana okkar, við ljúfa jólatónlist. Förum svo öll saman í reiðhöllina þar sem jólamarkaður Harðar verður í gangi og skreytum tréð. Áætlað er að vera búin um kl. 15:00.

Jólaball Harðar verður svo laugardaginn 28. desember kl. 15:00 í reiðhöllinni og verður þá gengið og riðið í kringum jólatréð (þeir sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið). Jólaballið nánar auglýst síðar.

Æskulýðsnefnd Harðar

Fylgist með okkur á Facebook: Æskulýðsstarf í Herði

Fræðslunefnd fatlaðra hlýtur Múrbrjótinn 2013

Hestamannafélagið Hörður/Fræðslunefn fatlaðara hlaut Múrbrjótinn en það er viðurkenning sem er veitt aðilum eða verkefni sem brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðra. Þessi viðurkenning er veitt af Landssamtökum Þroskahjálpar. Þann 3desember næstkomandi á Alþjóðadegi fatlaðra verður athöfn haldin á Grand Hótel kl 15 og munu nefndarmenn Fræðslunefndar taka á móti þessari viðurkenningu 

Hestamannafélagið Hörður hefur verið að vinna gríðarlega gott starf en starfsemin byggist  á sjálboðavinnu. Í dag eru 19 nemendur hjá þeim á 5 námskeiðum. Þau eru með fjóra hesta sem þau fá frá Hestamennt en Berglind hjá Hestamennt starfar hjá þeim sem reiðkennari (Eidfaxi).

Jólafjör laugardaginn 7. desember

Til að fagna jólahátíðinni er öllum hestakrökkum boðið að sækja með okkur jólatré og skreyta í reiðhöllinni, ásamt því að föndra jólaskraut og útbúa jólapakka fyrir hestana. Við hittumst við félagsheimilið laugardaginn 7. desember kl. 11:00 og röðum okkur saman í bíla. Förum svo í Skógræktina í Hamrahlíð og sækjum okkur jólatré til að hafa í miðri reiðhöllinni yfir hátíðarnar. Þegar tréð er fundið, förum við í Harðarból og fáum okkur heitt kakó og piparkökur, ásamt því að útbúa skraut á tréð og jólapakka fyrir hestana okkar, við ljúfa jólatónlist. Förum svo öll saman í reiðhöllina þar sem jólamarkaður Harðar verður í gangi og skreytum tréð. Áætlað er að vera búin um kl. 14:00.
Jólaball Harðar verður svo laugardaginn 28. desember kl. 15:00 í reiðhöllinni og verður þá gengið og riðið í kringum jólatréð (þeir sem eru með þæga og rólega hesta mega mæta með þá á jólaballið). Jólaballið nánar auglýst síðar.

Æskulýðsnefnd Harðar

Fylgist með okkur á Facebook: Æskulýðsstarf í Herði

Útgáfuteiti í Harðarbóli

Kæri Harðarfélagi

Nú er Harðarbókin komin út og í tilefni af því langar okkur að bjóða þér í útgáfuhóf í Harðarból næstkomandi föstudag, 29.nóvember kl. 17.00. Þar verður bókin afhent þeim sem þegar hafa keypt eintak. Bókin verður einnig seld á staðnum fyrir þá sem vilja nýta sér hana sem jólagjöf. Diskur með gamalli kvikmynd frá frumdögum félagsins sem tekin var á Arnarhamri fylgir með bókinni.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Með bestu kveðju, útgáfunefndin

Saga Hestamannafelagsins Harðar

Þeir sem keyptu Harðarsöguna í forsölu geta nálgast hana í Harðarbóli í dag mánudag og á miðvikudag frá kl.17.00 - 19.00.  þeir sem ekki keyptu söguna í forsölu geta einnig komið og keypt bókina.  

Góðar ábendingar og tilmæli frá LH varðandi reiðumferð í þéttbýli!

 
1. Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.
2. Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).
3. Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.
4. Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.
5. Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum.
6. Áfengi og útreiðar fara ekki saman.
7. Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.
8. Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.
9. Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.
10. Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli.
Landssamband hestamannafélaga Ferða- og samgöngunefnd.