Lausir endar á heyrúllum og heyböggum
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, febrúar 03 2014 20:59
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Rétt er að benda hestamönnum á, að í 4.gr laga um umgengi á Harðarsvæðinu kemur fram að bannað er að hafa heyrúllur og fleira dót við hesthús á félagssvæðinu. Stjórn félagsins og Hesthúseigendafélagið hafa ekki fylgt þessari reglu eftir vegna breyttra aðstæðna í hesthúsum á félagssvæðinu.
Nú er svo komið að ástandið er algjörlega óviðunandi og eru lausir endar á heyböggum og rúllum fjúkandi í allar áttir og hafa hlotist slys af, bæði á fólki og hestum. Við skorum því á eigendur bagganna að laga enda og/eða setja net yfir svo allir geti verið sáttir. Ef ekki verður breyting á þessu, áskiljum við okkur rétt til að framfylgja þessum lögum.
Almenn umgengni.
4. gr.
4. gr.
Þeir, sem nota hesthús í hverfinu, skulu ganga vel um umhverfi sitt. Bannað
er að skilja eftir hvers konar rusl eða annað óviðkomandi utanhúss, s.s.
sagpoka,heyrúllur og rúllubaggaplast,timbur og verkfæri.
Í hverju hesthúsi skal vera viðurkennt sorpílát og skulu hesthúsaeigendur
kosta uppsetningu þess og tæmingu. Urðun úrgangsefna í hesthúsinu og öll
brennsla er bönnuð. Hættulegum úrgangi skal halda aðskildum frá öðrum
úrgangi og skila inn til mótökustöðva fyrir spilliefni.
Óheimilt er að geyma hey og spón utandyra á svæðinu, svo og að dreifa
spóni og heyi um svæðið.
Lausagangur hesta er bönnuð. Eigendur bera ábyrgð á leigjendum sínum
hvað varðar alla umgengni í hesthúsahverfinu.