Dagskrá og matseðill á árshátíðina

Dagskrá árshátíðar Harðar 2014.

Húsið opnar kl 19:00 með fordrykk í boði Mekka.

Veislustjórn og skemmtun er í umsjá Gunnars Helgasonar.

Jökull í Kaleo kemur og tekur 2-3 lög.

Afhendingar á verðlaunum og viðurkenningum.

Happdrættið verður á sínum stað eins og ávallt og fjöldi góðra vinninga. 1 vinningur verður dregin út úr seldum miðum.

Hljómsveitin Kókos mun spila fyrir dansi eftir dagskrá lýkur.

Munið að óheimilt er að koma með áfengi og gos með sér, barinn verður opin með miklu úrvali á hagstæðu verði eins og ávallt hjá okkur Harðarfélugum :)

Allur ágóði árshátíðarinnar rennur í sjóð til kaups á borðum og stólum í Harðarból eftir að búið er að stækka salinn.

Matseðill:

Forréttarhlaðborð ( fiskréttir, kjötréttir og sushi og margt fl.)

Aðalréttir:

Glóðarsteikt lambalæri, purusteik, sætarkartöflur, kartöflugratín og meðlæti.

Eftirréttur:

Granólaterta með karamellukremi í boði ræktunarbúsins Kolturseyjar.

Kæru félagar við viljum biðja ykkur um að mæta tímanlega því vegna mikillar dagskráar þá verður maturinn að byrja stundvíslega kl 20:00.

Eigum ánægjulegt kvöld saman.

 

Árshátíðarnefnd.