Til upplýsingar fyrir þá sem nota Reiðhöllina
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, febrúar 21 2014 09:28
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hér fyrir neðan er samþykkt sem stjórn Harðar gerði vegna reiðhallarinnar 29.janúar 2013. Þar kemur jafnframt fram að greiða þarf fyrir það, þegar verið er með einkakennslu í höllinni. Mosfellsbær setti okkur þessi skilyrði og hækkuðu þar með styrkinn sem við fáum. Ekki má kenna í höllinni, nema að búið sé að bóka tímann og draga tjaldið fyrir. Gíróseðill er síðan sendur viðkomandi aðilum. Ekki er ætlast til þess að verið sé að kenna nema í öðrum helming hallarinnar og þá vestari helmingnum.
Ætlast er til þess að farið sé eftir þessum reglum.
Eftirfarandi gjaldskrá fyrir aðgang að reiðhöll Harðar var samþykkt á stjórnarfundi í Herði 29. janúar 2013.
Árgjald fyrir almennan félagsmann 6000 kr.
Árgjald fyrir félagsmenn sem nota reiðhöllina í atvinnuskyni 25.000 kr.*
13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa jafnframt að vera í fylgd forráðamanns.
Útleiga:
1 klst. öll höllin = 8000 kr fyrir fólk sem ekki er í Herði – bara leigt hálfan/heilan dag.
1 klst. ½ höllin = 4000 kr.
1 klst. ½ höllin = 2500 kr. fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu.
10 klst. ½ höllin = 20.000 kr.
5 klst. ½ höllin = 11.000 kr.
Bóka þarf reiðhöllina fyrirfram, greiða og koma með kvittun til rekstrarstjóra Harðar.
Skilgreining á atvinnumanni í Hestamannafélaginu Herði vegna notkunar á reiðhöll Hestamannafélagsins.
Lagt fram á stjórnarfundi í Hestamannafélaginu Herði 14.maí 2013.
- Atvinnumaður er sá er temur/þjálfar fyrir aðra en sjálfan sig og notar reiðhöllina í því skyni.
- Atvinnumaður er sá sem notar reiðhöll Hestamannafélsins Harðar að jafnaði frá kl. 8.00 – 15.00 á daginn.
- Félagi í Hestamannafélaginu Herði sem þyggur laun frá félaginu fyrir reiðkennslu telst vera atvinnumaður.