Hestadagar á Höfuðborgarsvæðinu 2014
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, mars 31 2014 08:54
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Dagskrá Hestadaga á Höfuðborgarsvæðinu 2014
Hestadagar á Höfuðborgarsvæðinu 2014
Dagskrá
Fimmtudagur 3. apríl
Kl.19.00. Skrúðreið fer frá Sólfarinu að Hörpunni þar sem Hestadagar á Höfuðborgarsvæðinu verða settir. 14 unglingar og ungmenni frá öllum hestamannafélögum á Höfuðborgarsvæðinu eru í þeirri reið með fána sinna félaga.
Kl. 20:00 sýningin: Er hundur í hestinum þínum? Miðasala á midi.is
Föstudagur 4. apríl
Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða heim!
Hestamannafélögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli að bjóða gestum og gangandi í félögin sín. Hestateymingar verða í boði í reiðhöllum félaganna ásamt léttum veitingum.
17:00 - 18:00 Teymingar í reiðhöllum félaganna
18:00 - 19:00 Börn og unglingar sýna atriði
Kaffi, svali og kjötsúpa verður í boði í hverju félagi.
Laugardagur 5. apríl
Kl. 13:00 – Skrúðreið frá BSÍ – ca. 150 hestar – BSÍ, upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargata að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.
Hist verður kl. 12.00 við BSÍ eða Tanngarð.
Fataþema er lopapeysa eða félagsbúningur.
Kl. 20:00 – Ístölt þeirra allra sterkustu í Skautahöllinni í Laugardal
Sunnudagur 6. apríl
Æskan & hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal kl. 13:00 og 16:00