Sýnikennsla með Olil Amble
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, mars 30 2014 12:47
- Skrifað af Hans Orri Kristjánsson
Olil Amble verður með sýnikennslu í Hestamannafélaginu Herði næstkomandi miðvikudag, 2.apríl. Olil og aðstoðarfólk hennar mun fara yfir ýmsa þætti sem snúa að þjálfun, svo sem vinnu í hendi, hringteymingar og notkun hinna ýmissa stangaméla. Þetta er sýnikennsla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara enda hefur Olil Amble áratuga reynslu af þjálfun og tamningu hesta. Árangur Olil á keppnisbrautinni þarf vart að kynna fyrir fólki en nýverið sigraði Olil gæðingafimi meistaradeildarinnar með met einkunn. Hittumst hress og kát og lærum af þessum meistara.
Sýnikennslan fer fram í reiðhöllinni og hefst kl. 19:00. Miðaverð er 1500 kr. og frítt fyrir börn 13 ára og yngri.