LÍFStöltið 2014
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 17 2014 21:25
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í ár verður LÍFStöltið haldið í fjórða sinn 24. apríl í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.
Mótið er eingöngu ætlað konum en er annars hefðbundið töltmót fyrir byrjendur sem lengra komna. Margar konur hafa á mótinu unnið stóra persónulega sigra en ekki síst átt skemmtilegan dag og styrkt um leið gott málefni sem stendur þeim öllum nærri. Margir munu þurfa á þjónustu kvennadeildar að halda á lífsleiðinni sem kona, barn eða aðstandandi. Skráning á mótið er hafin og fer fram á sportfengur.com undir "Skráningarkerfi" og þar undir á svo að velja "Mót." svo velja Hörður. Þaðan á kerfið að leiða fólk áfram. Aldurstakmark er 13 ár, miðast við unglingaflokk. Boðið er upp á fjóra keppnisflokka á mótinu: Byrjendaflokk (skráður sem Annað í Sportfeng), Minna vanar, Meira vanar og Opinn flokk. Í byrjendaflokki er sýnt hægt tölt og svo tölt á frjálsum hraða, ekkert snúið við. Í hinum flokkunum þremur er sýnt hægt tölt, snúið við, sýnt tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt. Tveir til þrír knapar inni á vellinum í einu og þulur stýrir. Opið fyrir skráningar til 22. apríl, skráningargjald er 3500 krónur. Breytingar og afskráningar tilkynnist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 824 7059, Margrét. http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add Sportfengur skráning skraning.sportfengur.com