Hrossarækt ehf. styrkir fræðslunefnd fatlaðra
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, apríl 14 2014 17:20
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hróður fræðslunefndar fatlaðar hjá Hestamannafélaginu Herði hefur heldur betur breiðst út og nú hefur Hrossarækt ehf. stykrt starfsemina með uppboði sem farm fór á Stóðhestaveislunni 13.apríl s.l. Einnig er verið að selja happdrættismiða til styrktar starfseminni og verða þeir seldir til 11.maí n.k. Markmiðið er að selja 3000 miða. Vinningarskráin verður birt fjótlega, en margir frábærir vinningar eru í boði ásamt málverki sem boðið verður upp. Miðarnir verða seldir á helstu hestauppákomum og einnig er hægt að nálgast þá hjá Hestamannfélaginu Herði með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hér fyrir neðan er lýsing á þessu frábæra kvöldi, en fræðslunendin þakkar kærlega fyrir sig.
Kvöldið byrjaði á setningarathöfn, en þar var kynnt góðgerðarmál viðburðarins, sem er starf í þágu fatlaðra hjá hestamannafélaginu Herði. Anna Rebecka hefur notið þess starfs og sýndi gestum árangurinn með glæsilegri reiðmennsku á hestinum Hrafnagaldri, sem hún segir besta sjúkraþjálfarann í annars frábærum hópi þeirra. Frábær byrjun á því sem koma skyldi.
Á sýningunni fór fram uppboð á folatollum, fyrst undir stóðhestinn Lukku-Láka frá Stóra-Vatnsskarði sem var sýndur við þetta tilefni, glæsilegur foli sem á framtíðina fyrir sér. Tollurinn seldur fyrir 500 þús og rennur sú fjárhæð óskert til málefnisins. Einnig fór fram uppboð á þremur tollum saman, þeim Hersi frá Lambanesi, Hring frá Gunnarsstöðum og Ölni frá Akranesi. Þeir voru slegnir á 600 þús.
Eigendur þessara hesta gáfu tollana til málefnisins og eiga bestu þakkir skildar. Og ekki síður þeir sem keyptu tollana, sem voru að styrkja frábært málefni með myndarskap.