Nú getum við alveg "sleppt okkur" um helgina!!!!!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, júní 06 2014 14:19
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Því nú hefur verið gefið grænt ljós á sleppingu hrossa á morgun laugardaginn 7. júní.
Allir beitarleigjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur þær sem gilda um beitarhólfin og fylgja þeim í hvívetna. Eins og áður ber hverjum og einum að taka vakt einn sólarhring og verður gengið fljótlega frá vaktatöflunni og hún send til hlutaðeigandi aðila.
Þá minnum við á fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins þar sem kynnt var átak í að fá góða úttekt á hólfin eftir 10. september í haust. Allir beitarleigjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur þær sem gilda um beitarhólfin og fylgja þeim í hvívetna. Eins og áður ber hverjum og einum að taka vakt einn sólarhring og verður gengið fljótlega frá vaktatöflunni og hún send til hlutaðeigandi aðila.
Þar er slagorðið "Allir í einkunn 3". Við stefnum að því að enginn fari neðar en 3 í einkunn og verða hólfin tekin út um miðjan ágúst og veittar ráðleggingar til að allir nái takmarkinu.
Beitarnefnd