UPPLÝSINGAR UM LANDSMÓT

Hörður hefur tekið frá 15 hjólhýsa- og fellihýsa/tjaldvagnasvæði á LM sem hefst eftir rúmar tvær vikur. þeir sem vilja vera á sama svæði (halda hópinn = skapa stemmningu) eru vinsamlega beðnir að hafa samband Hildu Karen á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og panta stæði fyrir 19.júní.

Einnig höfum við tekið frá beitarhólf en þar má vera með hestakerruna, tjalavagninn osfrv. ásamt litlu beitarhólfi (alls 100 fermetrar). Staðsetningin er SV við Reiðhöllina (merkt gult og sem beitarhólf á svæðinu) Það kostar kr. 5.000 og ætlum við Harðarmenn að vera saman á svæði og þurfa menn því að panta fyrir 16.júní til að tryggja sér stað.  Hægt er að panta beitarhólfið með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 8616691. 

Innifalið í þessari upphæð er gras/hey sem umsjónaraðili hests sækir eins og þurfa þykir. Athugið að umsjónarmenn hesta þurfa sjálfir að koma með rafmagnsgirðingar og brynningarfötur fyrir vatn.

Hörður ætlar að vera með grillveislur eins og alltaf hefur verið á landsmóti og verður það nánar auglýst síðar.

Við hvetjum fólk til að afla sér upplýsinga um landsmótið á www.landsmót.is, þar er hægt að sjá t.d. drög að dagskrá og fleira.  Einnig hvetjum við fólk til að kaupa sér miða á landsmótið en forsala stendur enn yfir.

 

SKRÁNING Á LANDSMÓT 2014

Hestamannafélagið Hörður sér um að skrá og borga skráningargjald fyrir þá keppendur sem keppa fyrir félagið á Landsmót 2014. 

Um er að ræða keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki, ásamt  A- og B- flokki (ekki tölt). Við þurfum líka að skrá varahesta.

Við viljum því biðja keppendur um að senda okkur upplýsingar um keppnishestinn, nafn hests og knapa ásamt IS númeri. Upplýsingarnar þarf að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl.12.00 13.júní.

Allir hestar þurfa að vera skráðir í WorldFeng til þess að hægt sé að skrá viðkomandi. Athuga þarf sérstaklega að hesturinn sé skráður á réttan eiganda að öðrum kosti koma upp vandamál við skráninguna vegna tengingar við WorldFeng.

TALNALÁS Á SJÚKRAGERÐIÐ

Á morgun miðivikudaginn 11.júní verður settur talnalás á sjúkragerðið, þannig að enginn getur sett hest þar inn nema hafa samband við einhvern úr stjórn hesthúseigendafélagins, en hjá þeim er hægt að nálgast númerið á lásnum.

Nánar...

Nú getum við alveg "sleppt okkur" um helgina!!!!!

Því nú hefur verið gefið grænt ljós á sleppingu hrossa á morgun laugardaginn 7. júní. 
Allir beitarleigjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur þær sem gilda um beitarhólfin og fylgja þeim í hvívetna. Eins og áður ber hverjum og einum að taka vakt einn sólarhring og verður gengið fljótlega frá vaktatöflunni og hún send til hlutaðeigandi aðila.
Þá minnum við á fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins þar sem kynnt var átak í að fá góða úttekt á hólfin eftir 10. september í haust. 
Þar er slagorðið "Allir í einkunn 3". Við stefnum að því að enginn fari neðar en 3 í einkunn og verða hólfin tekin út um miðjan ágúst og veittar ráðleggingar til að allir nái takmarkinu.

Beitarnefnd

NÚ ER KOMIÐ AÐ TILTEKT OG MÁLNINGARVINNU

Kæru Harðarfélagar.

Miðvikudaginn 11.júní verður gámur undir plast við reiðhöllina kl.17.00 - 20.00.  Munið að aðeins má plast fara í gáminn.

Hestamannafélagið Hörður er með samning við Slippfélagið og fá Harðarfélagar góðan staðgreiðsluafslátt af málningu á hestúsin sín.  Slippfélagið er með númerið á grænu málningunni sem við notum á húsin.  Endilega nýtið ykkur þennan aflsátt og notið góða veðrið til að mála og taka til í kringum húsin hjá ykkur þegar hestarnir eru komnir á græn grös.

VIÐ VILJUM HAFA HESTHÚSAHVERFIÐ OKKAR FALLEGT OG ÞETTA ER EINN LIÐUR Í ÞVÍ. 

UM 100 MANNS MÆTTU Í GÆR TIL AÐ MÁTA OG PANTA ÚLPUR OG PEYUR

Það var mikið fjör í Harðarbóli í gær þegar um 100 manns mættu til að máta og panta úlpur og peysur.  Þeir sem ekki komust í gær verða að hafa samband við Helenu í síma: 8976764.  Pöntunin verður send frá okkur þriðjudaginn 10.júní. Eftir það er ekki hægt að panta hjá okkur.

Keppendur á Landsmóti

Keppendur á Landsmóti í A-flokk eru eftirfarandi.
1. Greifi frá Holtsmúla 1 – Reynir Örn Pálmason – 8,58
2. Freyr frá vindhóli – Sigurður Vignir Matthíasson – 8,47
3. Sjór frá Ármóti – Viðar Ingólfsson – 8,46
4. Óttar frá Hvítárholti – Súsanna Sand Ólafsdóttir – 8,42
5. Sæ-Perla frá Lækjarbakka – Lena Zielinski – 8,42
6. Hvatur frá Dallandi – Halldór Guðjónsson – 8,41
7. Hnoss frá koltursey – Elías Þórhallsson – 8,34

Varahestar:
Nótt frá Flögu – Ragnar Bragi Sveinsson – 8,33
Tenór frá Hestasýn – Alexander Hrafnkelsson – 8,32

 

Nánar...