Einkatímar og hindrunarstökksnámskeið
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 27 2015 22:25
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ágætu félagsmenn
Enn er opið fyrir skráningar í einkatíma hjá nokkrum kennurum.
Einkatímar
Námskeið sérsniðin að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Í boði eru einkatímar í 30 mínútur eða tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 5 skipti og verður skipt milli daga og kennarar eftir skráningu.
Kennarar:
Susanna Sand
Malin Elisabeth Jansson
Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir
Sonja Noack
Ragnhildur Haraldsdóttir
Rúna Einarsdóttir
Verð: 20 000 kr.
Knapar á öllum aldri geta skráð sig
Stefnt er á að halda hindrunarstökksnámskeið helgina 14 og 15. febrúar, verð á námskeiðinu er 9.500 kr og er opið fyrir alla aldurshópa.
Skráningar fara fram á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Ef þið lendið í vandræðum með skráningu má senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.