Nú höldum við áfram með Harðarból
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 22 2015 17:41
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Bygginganefnd vegna stækkunar á Harðabóli leitar eftir viljugum sjálfboðaliðum til að taka að sér einstaka verkþætti sem vinna þarf á næstu 4 vikum. Helstu verkþættir sem eftir eru:
1. Einagrun og rakasperra útveggja og þétting glugga og hurða að innan
2. Einangrun og rakasperra þaks
3. Lagna- og afréttingagrind innveggja og lofts
4. Gifsklæðning útveggja og áfellur að gluggum og hurðum
5. Panelklæðning lofts
6. Parketlögn
7. Smíði og uppsetning á léttum fellivegg til að loka á milli sala
8. Þakkantur og flasningar
9. Útveggjaklæðning
10. Rennur og niðurföll ásamt tengingu við drenlögn
Nú er bara að taka á því og gefa sig í að ljúka verkefninu sem fyrst, þannig að við getum tekið stækkunina í notkun fyrir árshátíð Harðar í lok mars.
Hafa má samband við Gunnar í síma 822-4402 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.