STEYPUVINNA Í REIÐHÖLLINNI
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, september 12 2014 12:17
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í dag er verið að steypa í reiðhöllinni og biðjum við fólk að taka tilllit til þess.
Í dag er verið að steypa í reiðhöllinni og biðjum við fólk að taka tilllit til þess.
Undirrituð áttu fund með bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi Mosfellsbæjar 5.september 2014
Laus störf til umsóknar hjá Hestamannafélaginu Herði
Yfirreiðkennari - reiðkennarar
Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2014-2015. Jafnframt auglýsir félagið eftir yfirreiðkennara sem myndi skipuleggja reiðnámskeið í samvinnu við reiðkennara félagsins, æskulýðsnefnd og fræðslunefnd Harðar. Hann myndi jafnframt búa til stundatöflur og sjá um nokkra viðburði yfir veturinn. Yfirreiðkennari myndi einnig kenna, ekki er um fullt starf að ræða, en viðvera verður ákveðin í samráði við viðkomandi aðila og stjórn félagsins.
Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum.
Umsjónamaður reiðhallar félagsins
Leitað er að einstakling til að sjá um viðhald og umsjón reiðhallar félagsins. Viðkomandi þarf að sjá um tímabókanir í reiðhöllinni, þrif og létt viðhald. Ekki er um fullt starf að ræða en viðvera verður ákveðin í samráði við starfsmann og stjórn félagsins.
Þeir sem hafa áhuga senda umsókn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20.september 2014.
Nú er komið að skilum á ársskýrslum nefnda hjá Hestamannafélaginu Herði og eru formenn beðnir um að skila þeim fyrir 1.október n.k. Skýrslunar skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar ársins 2014. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 19. september.
Nú á að fara að grafa fyrir viðbyggingunni við Harðarból og fást því um 20fm af hellum gefins þar sem grunnurinn verður. Þeir sem hafa áhuga verða að fjarlægja hellurnar um helgina. Vinsamlegast hafið samband við Jónu Dís í síma 8616691
Hvetjum félagsmenn til að senda tillögur sem þeir vilja koma á framfæri á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þingfulltrúar Harðar taka svo tillögurnar til umfjöllunar.
Hvetjum félagsmenn til að senda tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem þeir vilja koma á framfæri fyrir þingið. Þingfulltrúar Harðar taka svo tillögurnar til umfjöllunar.