Töltfimi með Trausta Þór
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, mars 18 2015 21:40
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Töltfimi eða Tölt in Harmony eins og það heitir erlendis er hugmyndafræði sem er heldur betur að ryðja sér til rúms erlendis.
Snýst hugmyndin mest um hestvænni reiðmennsku og þjálfun byggða á hinum klassísku þjálfunarstigum. Margir reiðkennarar í Svíþjóð, Danmörku og Sviss hafa nú þegar tileinkað sér fræðin og eru fleiri á leiðinni. Fjöldi þátttakenda á Tolt In Harmony námskeiðum er alltaf að vaxa.
Snýst hugmyndin mest um hestvænni reiðmennsku og þjálfun byggða á hinum klassísku þjálfunarstigum. Margir reiðkennarar í Svíþjóð, Danmörku og Sviss hafa nú þegar tileinkað sér fræðin og eru fleiri á leiðinni. Fjöldi þátttakenda á Tolt In Harmony námskeiðum er alltaf að vaxa.
Hestamannafélagið Hörður mun standa fyrir Töltfimi námskeiði helgina 11-12 apríl næstkomandi en kennari á námskeiðinu verður Trausti Þór Guðmundsson.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 og gildir reglan: Fyrstir koma fyrstir fá.
Þeir sem sækja námskeiðið þurfa að vera vel hestvanir og með þjála hesta.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 og gildir reglan: Fyrstir koma fyrstir fá.
Þeir sem sækja námskeiðið þurfa að vera vel hestvanir og með þjála hesta.
Verð er kr 20.000 fyrir námskeiðið og er skráning hafin og lýkur henni 25.mars næstkomandi.
Skráning er hér á eftirfarandi slóð: