- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 27 2015 14:33
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Formaður Harðar og formaður Hesthúseigendafélagsins áttu fund með Heiðbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis og umhvefisfulltrúa Mosfellsbæjar þann 26.janúar sl. Þar var farið yfir þær umhvefisreglur sem gilda í hesthúsahverfinu ásamt mörgu öðru. Þessar reglur eru aðgengilegar á heimasíðu Harðar, en vert er að minna á þá reglu er snýr að heyböggum og öðru er geymt er við hesthús. Bent er á að hægt að að notast við rúllubaggasvæðið austast í hverfinu. Heybaggar hafa valið slysum á síðastliðnum vikum og biðjum við því fólk að huga að böggum við sitt hús, svo ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.
Einnig biðjum við fólk að leggja ekki bílum nema á þar til gerðum bílastæðum. Það er algjörlega ófært að bílum sé lagt í þröngum götum sem liggja að hesthúsunum og þessir bílar skapa mikla slysahættu.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 22 2015 17:41
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Bygginganefnd vegna stækkunar á Harðabóli leitar eftir viljugum sjálfboðaliðum til að taka að sér einstaka verkþætti sem vinna þarf á næstu 4 vikum. Helstu verkþættir sem eftir eru:
1. Einagrun og rakasperra útveggja og þétting glugga og hurða að innan
2. Einangrun og rakasperra þaks
3. Lagna- og afréttingagrind innveggja og lofts
4. Gifsklæðning útveggja og áfellur að gluggum og hurðum
5. Panelklæðning lofts
6. Parketlögn
7. Smíði og uppsetning á léttum fellivegg til að loka á milli sala
8. Þakkantur og flasningar
9. Útveggjaklæðning
10. Rennur og niðurföll ásamt tengingu við drenlögn
Nú er bara að taka á því og gefa sig í að ljúka verkefninu sem fyrst, þannig að við getum tekið stækkunina í notkun fyrir árshátíð Harðar í lok mars.
Hafa má samband við Gunnar í síma 822-4402 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.